Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 97
A VIÐ OG DREIF
FERÐ DÓMARA TIL BERLÍNAR
Laust undir miðnætti 2. september sl. söfnuðust 21 hæstaréttar- og héraðs-
dómari saman á Keflavíkurflugvelli í upphafi ferðar til Berlínar þar sem sækja
átti starfsbræður heim. Halldór Þorbjörnsson, fyrrverandi hæstaréttardómari,
var einn þessara ferðalanga. Makar 8 dómara voru með í förinni og einn slóst í
hópinn síðar. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli og flugvallarstjóri sýndu
þann höfðingsskap að bjóða upp á hressingu í þar til gerðri stofu sem aðeins
útvaldir fá að koma inn í og þótti það ekki verra.
Rúmlega klukkan eitt þann 3. september var flogið af stað til Dússeldorf, þar
beðið í 3 tíma og síðan flogið áfram til Berlínai'. Þangað var komið um ellefuleytið
að staðartíma, um kl. níu að íslenskum tíma, og hafði ferðalagið því staðið alla nótt-
ina. Voru ferðalangamir mismunandi framlágir að vonum. Það kom ekki að veru-
legri sök því að hin formlega heimsókn hófst ekki fýrr en að morgni næsta dags.
Hótelið sem gist var á heitir Hotel Palace Berlin og var þar hinn besti aðbún-
aður. Hótelið er sambyggt mikilli verslunarmiðstöð, Europa Center, og er í mið-
borg fyrrum Vestur-Berlínar rétt hjá þeirri nafntoguðu götu Kurfúrstendamm. I
upphafi var áformað að gista á hóteli sem heitir Ambassador Berlin en staðar-
haldarar þar urðu að loka hótelinu tímabundið vegna lagfæringa og komu því
hópnum fyrir á Hotel Palace. Eflaust hafa það verið góð skipti því að stjörnun-
um fjölgaði fyrir vikið úr fjórum í fimm.
Á þriðjudagsmorgni, þ.e. 4. september, tók við alvara lífsins en þá var dóms-
málaráðuneyti sambandsríkisins heimsótt (Bundesministerium der Justiz). Það
vill stundum gleymast að Þýskaland er sambandsríki og eftir sameiningu
Vestur- og Austur-Þýskalands, sem lýst var yfír formlega 3. október 1990, eru
ríkin, sem kallast Lánder á þýsku, 16 talsins. Eftir sameininguna flutti ríkis-
stjórnin aðsetur sitt frá Bonn til Berlínar 20. júní 1991. Berlín varð þannig
höfuðborg þýska ríkisins á nýjan leik. Því hlutverki hafði hún gegnt frá árinu
1871 til loka heimsstyrjaldarinnar síðari. Það var sem sé árið 1871 að Bismarck
kanslari lýsti yfír stofnun þýska keisaradæmisins eftir að hafa með blóði og
járni sameinað þýsku ríkin og jafnframt lagt undir þau væna landskika sem nú
eru hlutar Frakklands, Danmerkur, Póllands og Rússlands.
Aðsetursskipti heillar ríkisstjómar verða ekki á einni nóttu og dómsmála-
ráðuneytið þýska hefur aðeins verið í Berlín síðustu tvö árin. Ráðuneytið er til
húsa í gamalli byggingu og nýrri viðbyggingu hennar. Voru þau húsakynni sem
við sáum hin veglegustu.
Samkvæmt því sem fram kom í fyrirlestri sem við hlýddum á þá er aðal-
hlutverk ráðuneytisins að undirbúa löggjöf, einkum á sviði einkaréttar, refsi-
réttar og réttarfars. Er þetta svið starfsins svo umfangsmikið að 160 af 200 lög-
fræðingum sem í ráðuneytinu vinna starfa á því. Auk þessa veitir dómsmála-
ráðuneytið öðram ráðuneytum ráðgjöf, t.d. um það hvort lagafrumvörp eru í
samræmi við stjórnarskrá og aðra löggjöf.
245