Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Síða 45
táknræn en ekki sönn lýsing á umfangi umhverfisáhrifanna. Þótt tiltekin fram-
kvæmd hafi í för með sér ávinning, efnahagslegan eða annars konar ávinning,
breytir það ekki umhverfisáhrifunum. Framkvæmd sem hefur í för með sér
umtalsverð umhverfisáhrif getur áfram valdið umtalsverðum umhverfisáhrifum
þótt hagnaðurinn sé viðunandi. Það eru að sjálfsögðu engin tengsl á milli áhrifa
sem koma fram í umhverfinu vegna tiltekinnar framkvæmdar og þess hvort hún
er talin hafa í för með sér ávinning, eftir atvikum fjárhagslegan. Það fyrra lýtur
náttúrulögmálum, hið síðara markaðslögmálum. Hins vegar er slík fram-
kvæmd án nokkurs vafa ásættanlegri en framkvæmd sem veldur umtals-
verðum umhverfisáhrifum og skilar óviðunandi hagnaði eða framkvæmd sem
hefur í för með sér eitthvert óhagræði eða framkvæmd sem hefur engan hagnýt-
an tilgang. Hvað ef tiltekin starfsemi hættir að skila hagnaði, t.d. vegna breyt-
inga á framboði og eftirspurn á heimsmarkaði, breytast þá umhverfisáhrifin?
Umhverfisáhrif, eftir atvikum umtalsverð, eru alltaf umhverfisáhrif hvort
sem viðkomandi framkvæmd hefur í för með sér viðunandi efnahagslegan
ávinning eða einhvem annan ávinning. Einungis mótvægisaðgerðir (eftir atvik-
um skilyrði og að einhverju leyti breytt staðsetning) geta komið í veg fyrir eða
minnkað umhverfisáhrif en þau kunna þó áfram að vera umtalsverð þótt slíkar
aðgerðir séu mögulegar.
9. ÚRSKURÐUR - ÆSKILEGUR FARVEGUR FYRIR MAT Á
UMHVERFISÁHRIFUM?
9.1 Mat á efni matsskýrslu - úrskurður
Oft er það svo að heimilt er að kæra ákvarðanir lægra setts stjómvalds til
æðra setts stjórnvalds sem endurskoðar ákvörðun þess fyrrnefnda.111 Þegar 31.
gr. stjómsýslulaga nr. 37/1993 á við er stjórnvaldsákvörðun æðra stjórnvalds
nefnd úrskurður.112 Sú sérstaka staða er uppi í lögum nr. 106/2000 að stjórn-
valdsákvörðun lægra setts stjórnvalds, þ.e. Skipulagsstofnunar, vegna mats á
umhverfisáhrifum, sbr. 2. mgr. 11. gr. laganna, er nefnd úrskurður þótt ekki sé
um að ræða málskot eða endurskoðun á ákvörðun annars stjórnvalds. Sama
hugtakanotkun var í eldri lögum nr. 63/1993. Segja má að úrskurður um mat á
umhverfisáhrifum sé stjórnvaldsákvörðun í búningi úrskurðar. Ákvörðun sú
sem felst í úrskurði um mat á umhverfisáhrifum beinist fyrst og fremst að
framkvæmdaraðila og eftir atvikum leyfisveitanda eins og komið var að í kafla
7. En fram hjá því er ekki hægt að líta að ákvörðun kann vissulega að hafa áhrif
á hagsmuni margra annarra en óljóst er samkvæmt íslenskum rétti hvort
almenningur á lögvarinn rétt til umhverfis eða náttúru af tilteknum gæðum og
ef svo er hversu vel sá réttur er varinn m.t.t. annarra réttinda sem varin eru af
stjómarskrá.
111 Páll Hreinsson: Stjórnsýslulögin, skýringarrit, bls. 251 et seq.
112 Ibid., bls. 283-284.
193