Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 102

Tímarit lögfræðinga - 01.10.2001, Page 102
Þennan dag lauk hinni formlegu dagskrá. Um kvöldið snæddu þátttakendur saman kvöldverð ásamt þeim dómurum sem höfðu haft veg og vanda af heim- sókn okkar til Berlínar. Helgi I. Jónsson, formaður Dómarafélags íslands, flutti þýsku dómurunum þakkarávarp á reiprennandi þýsku sem þeim þótti greinilega heiður að. Formaðurinn flytur þýskum dómurum þakkarávarp. Næsta dag, föstudag, var farið í skoðunarferð um Berlín undir leiðsögn þrautþjálfaðs leiðsögumanns og er þar margt að sjá, bæði gamalt og nýtt. Upp- bygging austurhluta Berlínar virðist ganga merkilega hratt fyrir sig þótt í mörg horn sé þar að líta. Að skoðun Berlínar lokinni var ekið til Potzdam, þar snædd- ur léttur hádegisverður og höllin Sans Souci skoðuð að utanverðu, en til þess að fá að sjá inn í höllina þarf að panta með nokkurra mánaða fyrirvara. Þessi höll var aðalaðsetur Friðriks II. hins mikla, sem var konungur Prússa um miðbik 18. aldar, og er hann grafinn í hallargarðinum ásamt hundum sínum. Hann hafði óskað eftir því að verða grafinn þar en við þeirri ósk var ekki orðið fyrr en árið 1991. Friðrik mikli var hinn merkasti maður. Auk þess að vera kóngur og stríðs- maður var hann heimspekingur, tónlistarmaður og fagurkeri. Síðdegis þennan dag þáðum við boð sendiherra Islands í Þýskalandi, Jóns Egils Egilssonar og konu hans. Fyrst var okkur sýnd sendiráðabyggingin sem Norðurlöndin fimm reistu í sameiningu. Var sú skoðun bæði skemmtileg og fróðleg og vitnar byggingin um merkilegt framtak þjóðanna. Þá var litið inn í íslenska sendiráðið og verður varla kvartað undan aðbúnaði þar. Að svo búnu voru veitingar þegnar. Formaður dómarafélagsins flutti þakkir og lagið var tek- ið fyrir sendiherrahjónin. 250
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.