Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 8
iSLENSKA SJÁ VA RÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Sigurður Ingibergsson og Þórður Þórðarson, starfsmenn Tryggingamiðstöðvarinnar.
skipatryggingum
Tryggingamiðstöðin hf. var stofnuð árið 1956 af aðilum tengdum
sjávarútvegi. í upphafi var lögð áhersla á vátryggingar fyrir þann
geira atvinnulífsins, en hin síðari ár hefur hlutur annarra vátrygg-
ingagreina aukist. Þrátt fyrir það skipa vátryggingar tengdar sjáv-
arútvegi veigamikinn sess í rekstri félagsins og er það stærsta
vátryggingafélagið í landinu á því sviði í dag.
6
Tryggingamiðstöðin kappkostar
að þjónusta fyrirtæki í sjávarút-
vegi vel, bæði hvað varðar trygg-
ingarnar sjálfar og fjármögnun til
skipakaupa. „Við bjóðum upp á
allar tryggingar sem sjávarútveg-
urinn þarfnast og þar sem trygg-
ingar geta verið flókið mál fyrir
venjulega leikmenn höfum við
útbúið tryggingapakka sem
tryggingaráðgjafar okkar sníða
að þörfum hvers og eins við-
skiptavinar. Við erum t.d. með
nokkur skip í tryggingu erlendis,
í Bretlandi, Þýskalandi og víðar.
Þessi skip eru þá að hluta eða
alveg í eigu íslenskra aðila. Þetta
er þáttur í þeirri stefnu okkar að
veita viðskiptavinum sem víð-
tækasta þjónustu," segir Þórður
Þórðarson sérfræðingur á sviði
skipatrygginga hjá Trygginga-
miðstöðinni.
Þórður segir helstu tryggingar
fyrir útgerðarmenn vera húf-
tryggingu fiskiskipa, hagsmuna-
tryggingu, tryggingu á afla og
veiðarfærum, farmtryggingar og
Tryggingamið-
stöðin hf.
síðast en ekki síst áhafnatrygg-
ingar fyrir skipverja. „Fyrir land-
vinnsluna setjum við saman
pakka sem tekur til brunatrygg-
ingar fasteigna og lausafjár,
rekstrarstöðvunar, birgðatrygg-
ingar, ábyrgðartryggingar, slysa-
og/eða sjúkratryggingar fyrir eig-
endur og starfsmenn og margt
fleira."
Samkeppni á tryggingamark-
aði hefur farið harðnandi undan-
ÆGIR
Trygginga-
miðstöðin hf.
Aðalstræti 6-8
101 Reykjavík
Sími: 515 2000
Fax: 515 2050
Netfang: tm@tmhf.is
farin ár, því auk innlendra trygg-
ingarfélaga eru nú erlendir aðilar
komnir inn á markaðinn. Til að
styrkja stöðu sína hafa Trygg-
ingamiðstöðin og Trygging
ákveðið að sameinast undir nafni
Tryggingamiðstöðvarinnar og
gengur sameiningin í gegn síðar
á árinu. Eftir sameininguna verða
starfsmenn fyrirtækisins um 90
talsins. Tryggingamiðstöðin
leggur mikið upp úr að hafa í
þjónustu sinni traust og gott
starfsfólk sem hefur að markmiði
að halda uppi góðri þjónustu á
mannlegum nótum og koma
fram af heiðarleika og einlægni.
„Stór þáttur í góðri þjónustu er
að standa vel við bakið á við-
skiptavinunum þegar tjón verða
því þá er komið að félaginu að
afhenda þá vöru sem tryggingar-
takinn var að kaupa í upphafi.
Því teljum við það ákaflega mik-
ilvægt fyrir viðskiptavini að vita
af því að við erum til staðar þeg-
ar mest á reynir. Viðskiptavinir
vita að þeir eru að kaupa meira
en bara trygginguna. Þjónustan
þarf að vera hröð og örugg svo
viðskiptavinir verði sem allra
minnst frá veiðum,“ segir Sigurð-
ur Ingibergsson, sem er lærður
vélstjóri og vinnur í tjónaskoðun-
um í skipadeild Tryggingamið-
stöðvarinnar.
Sýningargestir á íslensku
Sjávarútvegssýningunni eru
boðnir hjartanlega velkomnir á
bás Tryggingamiðstöðvarinnar,
E144. A básnum er sett upp lítil
skrifstofa, tölvutengd við sölu-
kerfi félagsins. Það gerir trygg-
ingaráðgjöfum TM kleift að gefa
gestum mjög ítarlegar upplýs-
ingar um allt sem viðkemur
tryggingum.