Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 126
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri.
Umh verfis vaenar
aðferðir uið að
máia skip
Sandbiástur getur valdið miklum óþrifum og við því hefur Stál-
smiðjan brugðist með því að verða sér úti um öflugustu háþrýsti-
þvottadælu sem fáanleg er í dag. Dælan notar vatn og er þetta því
mun umhverfisvænni aðferð við skipahreinsun en áður tíðkaðist.
Stálsmiðjan hf. varð til í núver-
andi mynd við samruna tveggja
fyrirtækja sem höfðu starfað
saman. Þetta voru Vélsmiðjan
Hamar, stofnað kringum 1918,
og Stálsmiðjan, sem var stofnuð
1938. Árið 1988 keypti Stál-
smiðjan eignir Siippfélagsins í
Reykjavík og hefur sterka stöðu
á sínum markaði. ( fyrirtækinu
eru nokkrar deildir sem tryggja
fjölbreytni í þjónustu þess. Þær
eru plötusmíðadeiid fyrir inni- og
útiverkefni að Mýrargötu 10-12,
plötusmíðadeild að Funahöfða
7, slippdeild sér um að taka upp
skip auk hreinsi- og málningar-
vinnu, véladeild sér um röralagn-
ir og allar almennar vélaviðgerðir
og uppsetningu nýrra véla,
renniverkstæðið sér um alla
rennismíði og fræsivinnu og svo
trésmíðaverkstæði sem er sér-
hæft í skipainnréttingum. Að auki
Stáismiðjan hf.
eru í fyrirtækinu skrifstofudeild
fyrir almennt bókhald o.fi.,
tæknideild sem sér um verkefna-
öfiun, og undirbúning verkefna ,
lager sem þjónar öllum deildum
með innkaup á efni og selur
einnig efni og búnað til annarra.
Steinar Viggósson, tækni-
fræðingur og rekstrarstjóri fyrir-
Stálsmiðjan hf.
Mýrargata 10-12
101 Reykjavík
Sími: 552 4400
Fax: 552 5504
Netfang:
stalsmidjan@stalsmidjan.is
tækisins, segir að helstu verkefni
Stálsmiðjunnar séu í almennu
viðhaldi og viðgerðum skipa. Ófá
skip hafa verið tekin upp í slipp-
inn illa útlítandi og farið þaðan
nýmáluð og fín. Fyrirtækið hefur
einnig samhliða viðhaldsverkum
tekið að sér misstór breytinga-
verkefni fyrir ýmsa aðila og und-
anfarin ár hafa verið unnin í
auknum mæli mjög stór verkefni
í landverkun. í Stálsmiðjunni er
einnig framleiddur ýmiss staðl-
aður búnaður í skip, svo sem
vökvaknúnar, vatnsþéttar lúgur
til að loka milli lesta, skrúfuhring-
ir, þilfarspollar o.fl.
„Við höfum verið að velta fyrir
okkur að fara út í nýsmíði á minni
bátum en samkeppnin hefur ver-
ið mikil á þeim markaði, nú síð-
ast frá Kína. Hinsvegar tókum
við að okkur að smíða nýja Hrís-
eyjarferju fyrir Vegagerðina. Við
keyptum að vísu skrokkinn er-
lendis frá en að öðru leyti er hún
aigjörlega okkar smíði,“ sagði
Steinar. Á þessari ferju sést vel
hversu fjölbreytt þjónusta Stál-
smiðjunnar er þar sem gengið er
frá öllum vélbúnaði, öllum lögn-
um og öllum innréttingum í hana
hjá fyrirtækinu. Þess má geta að
innréttingarnar eru gerðar úr
óbrennanlegu efni og þar koma
nánast ekkert timbur við sögu,
sem er mög nýstárlegt í skipum
smíðuðum á íslandi.
124