Ægir - 01.08.1999, Page 188
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
OXUlTEWf
Sverrir Bergsson framkvæmdastjóri Seiglu og Stefán G. Stefánsson framkvæmdastjóri.
Vélar og tæki ehf.
Tryggvagata 18
P.O. Box 397
121 Reykjavík
Sími: 552 1286 og
552 1460
Fax: 562 3437
Úrval bútavéla
Vélar og tæki ehf. er 20 ára á þessu ári. Fyrirtækið hefur frá upp-
hafi haft það sem markmið að þjóna strandveiðifiotanum sem
best með innfiutningi á vélum og búnaði fyrir hann. Þá hefur fyr-
irtækið einnig lagt áherslu á að vinna með bátasmiðjum við að
útvega búnað til bátasmíða.
Vélar og tæki ehf. eru með um-
boð fyrir mörg þekkt merki á
þessum markaði. Þar má t.d.
nefna Perkins/Sabre og Nanni
Diesel í bátavélum. Perkins/Sa-
bre framleiða vélar frá 65 upp í
300 hestöfl og frá 500 upp í 800
hestöfl en Nanni Diesel framleið-
ir bátavélar frá 10 upp í 85 hest-
öfl. Vélar og tæki tóku við um-
boðinu fyrir Perkins fyrir fimm
árum síðan og hefur flutt inn nær
70 bátavélar frá þeim síðan. Fyr-
ir var svipaður fjöldi véla í flotan-
um. Perkins vélar eru einnig mik-
ið notaðar í Ijósavélasamstæður.
Skrúfuþúnað flytur fyrirtækið inn
frá Teignbridge Propellers Ltd. í
Bretlandi. Þá má nefna að Vélar
og tæki hafa umboð fyrir ITT
Jabsco Ltd. og geta nú boðið
allar vörur frá Jabsco, svo sem
sjódælur, smúldælur, lensidælur
og þvottadælur, ásamt varahlut-
um í allar Jabsco dælur. Einnig
Vélar og taehi
ehf.
eru Vélar og tæki með leitarljós,
salerni, kranadælur og fleiri vörur
frá Jabsco. Vélar og tæki hafa
verið umboðfyrirtæki fyrir RULE
lensidælur í nær 20 ár og má
segja að það sé ein eða fleiri
RULE lensidælur um borð í
hverri íslenskri trillu.
Af fleiri vörum sem Vélar og
tæki ehf. hafa umboð fyrir má
nefna L&S vökvastýringar, sem
eru mjög mikið seldar í íslenskar
trillur. Einnig má nefna að fyrir-
tækið flytur inn bátagíra frá ZF,
Hurth, PRM og fleirum.
Á Sjávarútvegssýningunni
kynna Vélar og tæki nýja fjögurra
sílindra vél frá Perkins, sem er
framleidd bæði með 92 hestöfl-
um og 115 hestöflum, og er hún
þá með túrbínu. Einnig er kynnt-
ur nýr V-gír frá ZF/Hurth, sem er
með tvær niðurgíranir, 1,5:1 og
2:1, og hægt að skipta á milli-
Það getur komið sér vel fyi'if
báta sem þurfa að sigla með
mismikinn þunga. Þetta gerir
það að verkum að snúningshraði
vélarinnar minnkar ekki þó að
báturinn þyngist um allt að 3
tonn heldur er þá skipt um gír.
Þess má einnig geta að þjón-
ustuaðili fyrir Vélar og tæki er fyr-
irtækið Seigla ehf. á Granda-
garði. Seigla sér um aö setja
niður vélar fyrir Vélar og tæki og
annast auk þess breytingar og
endursmíði á plastbátum.
186 MÆ.