Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 92
iSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
stór varmadæla þurrkar fiskinn
og gerir þetta þurrkunina því
óháöa veðri og aöstæðum ut-
andyra. Notaður var umhverfis-
vænn kælimiðill af gerðinni R-
407C,“ segir Sigurður J. Bergs-
son, framkvæmdastjóri Kælingar
hf.
Kæling hf.
fíéttarháls 2
110 fíeykjavík
Sími: 587 9077
Fax: 567 6917
Netfang: kaeling@simnet.is
Sigurður J. Bergsson framkvæmdastjóri.
Rótgróið fyrirtœki
í kaeiibransanum
Kæling hf. var stofnað árið 1968 og hefur starfað óslitið síðan. Eru
því þrjátíu ár liðin frá stofnun þess en það er með elstu starfandi
fyrirtækjum í sinni grein á landinu. Allar götur síðan hefur fyrir-
tækið sérhæft sig í búnaði tengdum kælingu og frystingu fyrir
matvælaiðnaðinn bæði á sjó og landi.
Fyrstu árin sem fyrirtækið starf-
aði voru aðalverkefni þess fólgin
í viðhaldi og viðgerðum en und-
anfarin ár hefur mikið verið flutt
inn af frystivélum og skyldum
búnaði fyrir kæli- og frystikerfi. í
ágúst 1997 keypti fyrirtækið
Brunnar hf. öll hlutabréf í Kæl-
ingu hf. Þar með voru kraftar fyr-
irtækjanna sameinaðir í tengsl-
um við framleiðslu á ísþykknis-
vélum og búnaði tengdum þeim.
Fyrirtækin eru saman á bás á
Sjávarútvegssýningunni.
Fyrirtækið hefur alla tið lagt
áherslu á að vera aðeins með
hágæðavöru á boðstólum.
Helstu umboð Kælingar hf. eru
þýsk. Má þar nefna stimpil-
þjöppur, skrúfuþjöppur, vatns-
og sjókælda eimsvala svo og
vökvageyma frá hinu þekkta fyr-
irtæki BITZER Kuhlmaschinen-
bau. Einnig má nefna eimara og
loftkælda eimsvala frá K0BA
Káltetechnik, sem nú er undir
hatti GEA samsteypunnar. Frá
Kœiing hf.
HANS GÚNTNER ( Þýskalandi
eru þeir með eimara og
eimsvala, en þeir framleiða mjög
fjölbreytilegan búnað á mjög
breiðu sviði og sérsmíða þeir
hann eftir óskum viðskiptavinar-
ins.
„Nýlega gangsettum við
varmadælu til loðnuþurrkunar
hjá H.B. hf. í Sandgerði. Þarna er
um að ræða algjöra nýjung á
sviði þurrkunar á fiski þar sem
„Við erum líka nýbúnir að gera
samning við Útgerðarfélagið
Stígandi hf. í Vestmannaeyjum
um hönnun, smíði og eftirlit með
uppsetningu á djúpfrystibúnaði
fyrir túnfiskveiðiskip. Búnaðurinn
er sérsmíðaður þar sem frysta
þarf túnfiskinn við mjög lágt hita-
stig, -60 til -65°C, og geyma í
lest við -50 til -55°C. Þetta er
annað túnfiskveiðiskip íslend-
inga og er nýsmíði sem verður
smíðuð í Kína og afhent á næsta
ári,“ segir Sigurður.
Samningur er kominn á um
hönnun, smíði og eftirlit með
uppsetningu á öðrum djúpfrysti-
búnaði fyrir fyrirtækið l’stún ehf.
sem gerir út frá Vestmannaeyj-
um. Hér er um að ræða viðameiri
búnað en þann sem á að fara í
skip Stíganda hf. Auk þess sem
fer í Stíganda skipið á að vera í
þessu skipi hefðbundinn frysti-
búnaður til lausfrystingar og
frystingar í hraðfrystitækjum fyrir
aðrar tegundir en túnfisk. Þetta
skip verður líka smíðað í Kína og
afhendist á næst ári. Þar verður
notaður kælimiðill sem er ekki
ózoneyðandi, R-404a.
Af þessu má sjá að mikið er
um að vera hjá starfsmönnum
Kælingar hf. og má allt eins bú-
ast við því að það haldi áfram að
vera leiðandi á sínu sviði í önnur
þrjátíu ár.
90 MGm