Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 82
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Ósey
Hvaleyrarbraut 8
220 Hafnarfjörður
Sími: 565 2320
Fax: 565 2336
Nýbygging í Hafnarfirði
Stórfelldar breytingar verða á
vinnusvæði Óseyjar á næstu
mánuðum þegar rís þar 38 þús-
und rúmmetra skipaþjónustu-
hús. Hægt verður að vinna undir
þaki við allt að 700 tonna skip og
öll starfsaðstaða er á sléttu gólfi.
Nýja húsið verður 50 metra
langt, 22 metra breitt og 20
metra hátt. Innan dyra verður
vélsmiðja, plötudeild, rennismíði
og öll önnur venjuleg smíðavinna
en úti fyrir verður 6 þúsund fer-
metra plan til að vinna við skip
utandyra. Þá verður einnig við-
legukantur utan við nýja húsið.
„Þetta mun breyta miklu í
starfsemi og þjónustu Óseyjar,"
segir Hallgrímur. „Veður getur
eðlilega oft sett strik í reikninginn
þegar vinna þarf verkin úti en eft-
ir að nýja húsið kemst í gagnið
mun veðurfar ekki hafa áhrif á
framvindu verka og þá verður
gangurinn í verkefnum jafn árið
um kring.“
Fyrirtækjanet
Stóraukin
umsuif hjá ósey
Raðsmíðaskipum frá Ósey í Hafnarfirði fjölgar stöðugt í íslenska
flotanum. Þrjú skip hafa verið afhent fullbúin til veiða það sem af
er ári 1999, eitt verður afhent í haust og tvö til viðbótar eru í smíð-
um. Ósey er jafnframt að byggja stórhýsi yfir eigin starfsemi og
breyta og bæta útivinnusvæðið, starfsmönnum og viðskiptavin-
um til mikilla hagsbóta. Umsvif fyrirtækisins hafa þannig aukist
stórlega og framkvæmdir á athafnasvæði þess miða að því að
geta tekið við fleiri og stærri verkefnum og bætt þjónustuna enn
frekar.
Hallgrímur Hallgrímsson framkvæmdastjóri
„Við afhentum tvo dragnótabáta
í maí síðastliðnum, Esjar SH og
Svanborgu SH, og Val SH núna í
ágúst. Þetta eru raðsmíðaskip,
15,6 metra löng, 5 metra breið
og tæplega 30 brúttórúmlestir að
stærð,“ segir Hallgrímur Hall-
grímsson, framkvæmdastjóri
Oseyjar. „Næstu þrjú skip veröa
raðsmíðuð líka og öll eins en
stærri og öflugri en þau þrjú sem
afhent hafa verið. Þau eru 19,6
metra löng og dýpri líka. Hið
fyrsta þeirra verður afhent um
mánaðarmótin september/októ-
Ósey
ber næstkomandi og mun bera
nafnið Friðrik Bergmann SH. Hin
tvö verða afhent á næsta ári.“
Ósey er aihliða þjónustufyrirtæki
fyrir fiskiskipaflota landsmanna,
stofnað árið 1987, og annast ný-
smíði skipa, endurbætur og
breytingar auk þjónustu vegna
vökvabúnaðar. Raunar hefur
Ósey byggt upp heilt net fyrir-
tækja sem eru í fremstu röð og
veita viðskiptavinum þjónustu á
sviði tæknimála, rafkerfis, tré-
smíða, innréttingasmíði, vökva-
kerfa og spila.
80 Mm