Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 134
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Hilmar Guðmundsson sölutulltrúi, Ólafur Pétursson sölufulltrúi og Torfi Guðmundsson
sölu- og markaðsstjóri. Mynd: JÓH
Sæplast hf.
Gunnarsbraut 12
620 Dalvík
Sími: 460 5000
Fax: 460 5001
Netfang:
saeplast@saeplast. is
Kaupir ueHcsmiöjur
í Noregi og Kanatía
Þann 30. júní sl. tók Sæplast hf. formlega við rekstri tveggja verk-
smiðja sem fyrirtækið keypti af norska fyrirtækinu Dynoplast A/S
en verksmiðjurnar framleiða svipuð ker og Sæplast hefur gert.
Sæplast á þar með fjórar verksmiðjur, þ.e. á Dalvík, í St. John í
New Brunswickfylki í Kanada, í Salangen í Noregi og Ahmadabad
í Gujarat-fylki á Indlandi.
Aðaláherslan í framleiðslu og
vöruþróun Sæplasts hefur verið
gerð einangraðra kera fyrir fisk-
iðnað og aðra matvælavinnslu og
oftast hefur meira en helmingur
framleiðslunnar farið á erlenda
markaði. Fyrirtækið framleiðir
einnig trollkúlur, vörubretti og
ýmsar vörur fyrir byggingariðn-
aðinn, t.d. rotþrær, tanka og
fleira. Framleiðsluvörur Sæplasts
þykja mjög góðar og eru eftir-
sóttar um allan heim. Flelsta
vandamálið hefur verið að koma
þeim til fjarlægra markaða, því
flutningskostnaður er oft stór
hluti vöruverðsins sakir þess hve
rúmfrekar vörurnar eru.
Forráðamenn Sæplasts telja
að í kaupunum á verksmiðjum
Dynoplast A/S, felist miklir
möguleikar, enda sé Sæplast
orðið stærsta fyrirtæki á sínu
sviði í heiminum. Því má búast
við að fyrirtækið fái hagstæðari
hráefnisverð vegna stærðarinnar
auk þess sem markaðssetning
verður öll auðveldari. Þá verður
Sœplast hf.
einnig aukið á fjölbreytni fram-
leiðslunnar, þar sem þróunar-
möguleikar aukast með samnýt-
ingu þekkingar úr fleiri áttum.
Áhættudreifingin verður meiri og
hagnaðarvonir aukast.
A sýningunni kynnir Sæplast í
fyrsta sinn hér á landi nýtt 220
lítra fjölnota ker. Kerið ber nafnið
220L og er tvöfalt með þéttu og
einangruðu loki. Einangrunin
heldur jöfnum hita í langan tíma
og gefur kerinu aukinn styrk. Það
hentar matvælaiðnaði vel, t.d. til
flutnings á frystum eða ísuðum
fiski, kjötvörum, drykkjarvörum,
o.fl. Það er gert úr sterku, end-
ingargóðu polyethylen-plasti,
sem uppfyllir ströngustu kröfur
um hreinlæti og er viðurkennt til
notkunar í matvælaiðnaði. Kerin
er auðvelt að þrífa og stafla.
Torfi Þ. Guðmundsson, sölu-
og markaðsstjóri Sæplasts hf„
segir að 220L kerið sé minnsta
kerið í kerafjölskyldu Sæplasts.
„Það er fyrir vikið mjög meðfaeri-
legt og því hentugt til notkunar \
þröngu rými, t.d. um borð í
smærri bátum og á öðrum þeim
stöðum þar sem erfitt er að nota
hjálpartæki til að stafla kerunum
og koma þeim fyrir.“
Torfi segir ennfremur að á 56
fermetra sýningarsvæði Sae-
plasts sé stórt landakort sem
eigi að vekja athygli á alþjóða-
væðingu fyrirtækisins og verk'
smiðjum þess á íslandi, Indlandi,
í Noregi og Kanada. Auk nýja
kersins eru sýndar ýmsar gerðir
af kerum, vörubrettum og trolF
kúlum. „Við leggjum áherslu á að
viðhalda og bæta tengslin við
viðskiptavini okkar, núverandi og
væntanlega, og vonum aö sem
flestir leggi leið sína á sýningat'
svæðið okkar í Smáranum."
132 MIU