Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 64
iSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
Landvélar hf.
Smiðjuvegur 66
200 Kópavogur
Sími: 557-6600
Fax: 557-8500
Netfang:
landvelar@landvelar. is
Halldór Klemenzson markaðsstjóri.
Fiskileitarkafbátur
Landvélar hf. er framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki sem hefur
sérhæft sig á sviði vökva- og loftbúnaðar og styrkur fyrirtækisins
felst einmitt í þessari sérhæfingu.
„Við skilgreinum okkur sem fyrir-
tæki á sviði þjónustu annars
vegar og framleiðslu hinsvegar,“
segir Halldór Klemenzson tækni-
fræðingur, markaðsstjóri og yfir-
maður innflutnings hjá Landvél-
um.
„Við höfum um 200 birgja er-
lendis sem við seljum fyrir allt
sem tilheyrir vökva- og loftbún-
aði fyrir iðnað, skip, fiskvinnslu
og vinnuvélar. Vökvabúnaðurinn
eru allir íhlutir í vökvakerfi bæði
stórir og smáir, svo sem lokar,
lagnir, tjakkar, dælur og mótorar.
í loftkerfi eigum við líka allt sem
til þarf, lagnir, loka og tjakka,"
segir Halldór.
Auk þess að vera í innflutningi
á vörum fyrir vökva- og loftkerfi,
eru Landvélar með öfluga fram-
leiðsludeild. Þar eru meðal ann-
ars smíðaðar dælustöðvar, lokar
fyrir vökvakerfi, vökvatjakkar og
tengi af öllu tagi. Framleiðslu-
deildin tekur að sér alla sérsmíði
í járniðnaði og sérframleiðslu fyr-
ir útveginn.
Söludeildin sér um sölu á eig-
in framleiðslu auk innfluttrar. Fyr-
Landvélar hf.
irtækið leggur áherslu á að eiga
sem flestar vörutegundir á lager
til að auka þægindi viðskiptavin-
anna og að bjóða hagstæð verð.
Eigin framleiðsla, viðgerðir og
sérsmíði er um helmingur af um-
svifum fyrirtækisins.
Framleiðsludeildin framleiðir
allt úr ryðfríu stáli og er deildin
búin fullkomnum tæknibúnaði.
Þeir eru með renniverkstæði þar
sem eru fjórir tölvustýrðir renni-
bekkir og tvær vinnslustöðvar
sem fræsa, bora og snitta og eru
einnig tölvustýrðar. Halldór orðar
það svo ef ekki sé hagkvæmt að
flytja inn hlutina þá smíði
Landvélamenn þá sjálfir! í hús-
næði Landvéla er viðgerðarþjón-
usta tengd vökvabúnaði en fyrir-
tækið hefur undirverktaka á sín-
um snærum sem sjá um upp-
setningu á vörum þeirra.
Á sýningunni leggja Landvélar
aðaláherslu á Mannesmann
Rexroth vökvabúnað. Annað
sem vekur mikla athygli er að
fyrirtækið sýnir fiskileitarkafbát
sem það smíðaði og er að prófa
um jáessar mundir. Báturinn er
hannaður af Hjalta Harðarsyni
sem fékk Landvélar til að smíða
skelina, stjórnuggana og drifás-
inn í bátinn en Hjalti sér sjálfur
um samsetninguna og að hlaða
bátinn búnaði. Með bátnum vek-
ur fyrirtækið athygli á vinnu fram-
leiðsludeildarinnar og þeirri þró-
unar- og hönnunarstarfsemi sem
fram fer í fyrirtækinu í samvinnu
við viðskiptavini. Landvélar
leggja sig fram við að veita per-
sónulega þjónustu í nánum
tengslum við viðskiptavininn.
62
Æcm