Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 110
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAB ÆGIS
gkjjl Pnff Wp WM
Helmuth A. Guðmundsson framkvæmdastjórí.
Eingöngu uaraMutir
frá viðurkenntium
framleið en tium
HAG hefur aðallega flutt inn varahluti fyrir vinnuvélar og diesel-
vélar. Á þessu ári hóf fyrirtækið viðgerðaþjónustu fyrir dieselvél-
ar og mun í vetur hefja innflutning á lyfturum.
„Við höfum starfað í tæp tuttugu
ár í þessum bransa og þekkjum
hann því inn og út. Frá árinu
1986 höfum við verið með á lag-
er varahluti í flestar gerðir diesel-
véla af millistærð, þ.e.a.s. frá
200 upp í 800 hestöfl," segir
Helmuth A. Guðmundsson,
framkvæmdastjóri HAG.
HAG hefur einkum boðið vör-
ur frá KolbenSchmidt, sem er
stærsti framleiðandi stimpla í
skipavélar í heiminum. Einnig
selur HAG vörur frá þýska fyrir-
tækinu Erling, sem er í fremstu
röð í pakkningasettum í fólks- og
vörubifreiðar og ganga að sjálf-
sögðu einnig í skipavélar. Þá
skiptir fyrirtækið einnig mikið við
svissneska fyrirtækið Duap en
það sérhæfir sig í dísum og
„komplet" spíssum.
„Okkar viðskipti eru við svo-
kallaðar eftirmarkaðsdeildir
þessara fyrirtækja og eru vara-
hlutirnir merktir þeim. Þetta eru
hinsvegar fyrirtæki sem eru
fremst í hönnun og rannsóknum
hag ehf.
á sviði varahluta og vinna yfirleitt
vörur fyrir stærstu vélaframleið-
endur undir þeirra merkjum. Eini
munurinn er sá að í stað þess að
varahlutur sé merktur t.d. MAN,
Benz, Scania, Volvo eða Deutz,
er hann merktur KolbenSchmidt.
Þannig er það einnig með allar
aðrar vörur. Þessi fyrirtæki eru í
forystu á sínu sviði og hafa
gjarnan sjálf frumkvæði að end-
urbótum sinna vara, sem svo fyr-
irtæki eins og MAN, Benz,
HAG ehf.
Smiðshöfði 14
112 Reykjavík
Símar: 567 2520,
852 4208 og 892 4208
Fax: 567 8025
Netfang: hag@itn.is
Scania, Volvo og Deutz taka upp
sem hluta af sinni framleiðslu,"
segir Helmuth.
Eftirmarkaðsstarfsemi eins og
í eftirmarkaðsdeildum viðskipta-
vina HAG, þ.e. þar sem framleið-
andi og eftirmarkaðsdeild vinna
saman að vöruþróun, er hins-
vegar ekki algild á eftirmarkaði
almennt. HAG er í dag í sam-
keppni við vörur framleiddum í
verksmiðjum í t.d. Tyrklandi, Afr-
íku og Suður-Ameríku. Þessar
verksmiðjur framleiða þá eftir
pöntunum og óskum framleið-
enda um tiltekna gerð stimpla úr
tiltekinni efnablöndu. Þarna
liggja engar rannsóknir hjá við-
komandi verksmiðjum að baki.
Helmuth telur sig hafa áreiðan-
legar upplýsingar um að margar
tegundir varahluta, eða „nonorg-
inal“ hluta, séu ekki alltaf af
sömu gæðum og sambærilegir
hlutir sem eru í vélunum frá
hendi framleiðenda skipa- og
bifreiðavéla. Hann segist þó ekki
vilja gefa í skyn að hlutirnir sem
framleiddir eru í þessum erlendu
fyrirtækjum standist ekki kröfur
þeirra sem láta framleiða þá fyrir
sig.
„Stærsti hluta fyrirtækja á eft-
irmarkaði eru þó eingöngu pökk-
unarfyrirtæki sem pakka vöru frá
framleiðendum i pakkningar
merktum sér. Það er því yfirleitt
ekki hægt að sjá hver framleiðir,
t.d. stimpla sem þessi fyrirtæki
pakka. Við hérna í HAG seljum
hinsvegar eingöngu stimpla með
Lloyd’s ábyrgð. Við munurn
halda áfram að bjóða vörur frá
viðurkenndum framleiðendum
og stendur ekki til að breyta
þeirri stefnu okkar,“ segit
Helmuth að lokum.
108 AGIR