Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 192
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS • , ** fci'
Gísli V. Guðlaugsson framkvæmdastjórí.
Salan á vale kom
hressilega á óvart
Hjá íslyft ehf. er í boði fjölbreytt úrval lyftara, allt frá handdregn-
um brettalyftum upp í 50 tonna gámalyftara. íslyft er að mestu í
eigu sömu eigenda og Steinbock-þjónustan ehf. og hjá þeim
starfa um 15 manns.
„Yale-lyftarana þarf vart að
kynna, en þeir hafa verið á mark-
aðinum í yfir 30 ár. Við tókum við
Yale-umboðinu í janúar 1997 og
það ár og árið á eftir voru þeir
söluhæstu lyftarar á íslandi, með
yfir 30% markaðshlutdeild. Á
Sjávarútvegssýningunni munum
við kynna miklar nýjungar í 2,5
og 3ja tonna rafmagnslyfturum,
sem eru mest notuðu lyftararnir í
fiskvinnslu í dag. Helstu breyt-
ingar eru rofa- og snertilaus
keyrslu- og hífingarstýring (SEM)
sem hefur mjög lága bilanatíðni
og er nú staðsett í alveg lokuðu
rými aftan á lyftaranum. Þá er nýi
lyftarinn með nýtt og endurbætt
mælaborð (Display) og lokaðar
bremsur með pakkdós, en þær
breytingar eru gerðar af fram-
leiðanda í samvinnu við okkur,“
segir Gísli V. Guðlaugsson, fram-
kvæmdastjóri íslyft ehf. og
Steinbock-þjónustunnar ehf. í
samtali við Ægi.
„Þessi markaðsstaða okkar er
ekki síst því að þakka hve ríka
íslyft ehf.
áherslu við leggjum á þjónustu
við viðskiptavininn. Markmið
okkar er mjög skýrt, við stefnum
að því að vera bestir en ekki
stærstir. Þjálfun starfsmanna er
stór þáttur í okkar starfsemi og
eru reglubundin námskeið haldin
bæði hér og erlendis nokkrum
sinnum á ári,“ segir Gísli. Að
sögn Gísla hafa fleiri Yale-lyftarar
verið afhentir það sem af er
þessu ári en á sama tíma í fyrra.
íslyft ehf.
Kársnesbraut 102
200 Kópavogur
Sími: 564 1600
Fax: 564 1648
Netfang: islyft@islandia.is
íslyft ehf. selur ekki einungis
venjulega lyftara. Fyrirtækið sel-
ur einnig skotbómulyftara frá
Merlo, en þeir eru þriðji staersti
framleiðandi skotbómulyftara *
heiminum í dag. Framleiðsla
þeirra er um 2.500 vélar á ári og
eru þeir söluhæstir í Þýskalandi
og á Ítalíu. Þeir bjóöa upp á hlið-
arfærslu á bómu og hafa einka-
leyfi á þeirri tækni. Merlo fram-
leiðir skotbómulyftara frá 2,6
upp í 6 tonn með lyftihæð frá 6 til
21 metra. „Við höfum selt þessa
lyftara í tvö og hálft ár og hafa
þeir fengið mjög góðar viðtökur.
Merlo-lyftararnir eru vökvadrifnir
og þekktir fyrir rekstraröryggi og
hve lítið vinnupláss þeir þurfa,
segir Gísli.
Steinbock-þjónustan ehf. sér
um allt viðhald og þjónustu fyrir
tæki frá íslyft og er fyrirtækið
með sjö sérútbúna þjónustubíla,
en þjónustusvæði þess er landið
allt. Fyrirbyggjandi viðhald er
vaxandi og einn af þeim þáttum i
þjónustu við viðskiptavini íslyft
sem leiðir til lægri rekstrarkostn-
aðar. „Við teljum okkur ekki bara
vera að selja lyftara, heldur
heildarlausn sem fólgin er í sölu,
þjónustu og endurnýjun. ð
erum þekktastir fyrir góða þjón-
ustu og hún hefur skilað okkur
þessum árangri. Miðað við þær
viðtökur sem við höfum fengið
höldum við bjartsýnir inn í nýja
öld,“ segir Gísli að lokum.
190 mm