Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 196
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAB ÆGIS
G
Eimskip sér um togaraiosun, geymslu og flutning á fiski um allan heim.
mtSSSSST\ LlJHHKi
1— *VW«
umrn r— 1 ;|
HíeHHur í uerðmœta-
sköpun í sjöuurútuegi
Sjávarútvegurinn er eins og allir vita ein mikilvægasta atvinnu-
grein íslendinga. Eimskip er þátttakandi í því að hámarka verð-
mætasköpun í greininni með því að þjónusta fyrirtækin í henni
með margvíslegum hætti.
Mikilvægt er fyrir framleiðendur
og söluaðila að geta reitt sig á
trygga flutninga, bæði á aðföng-
um og fullunninni vöru á markað
erlendis. í gegnum tíðina hefur
Eimskip byggt upp þjónustu
sem stuðlar að því að aðilar í
sjávarútvegi sem og þjónustuað-
ilar geti staðið við sínar skuld-
bindingar. Flutningsgeta Eim-
skips hefur verið aukin, fjárfest
hefur verið í nýjum umhverfis-
vænum frystigámum og fleira
hefur verið gert til að koma til
móts við breyttar og auknar kröf-
ur markaðarins.
Siglt er vikulega á þremur sigl-
ingaleiðum frá Islandi til helstu
hafna í Evrópu, þar sem fiskur er
ýmist afhentur kaupanda eða
fluttur áfram til fjarlægari landa.
Á hálfsmánaðarfresti eru sigling-
ar vestur um haf til Nýfundna-
lands, Nova Scotia og Banda-
ríkjanna. Meðal flutninga er fisk-
ur af Flæmska hattinum sem
íslenskir sjómenn veiða og er
hann fluttur áfram til vinnslu
og/eða á markað í Evrópu um
ísland. Eimskip þjónar lands-
byggðinni bæði með flutningum
á sjó og landi. Auk flutninga í
reglubundnum áætlanasigling-
um flytur Eimskip talsvert af fiski
þvert yfir Norður-Atlantshafið
með tveimur skipum.
Vikulegar strandsiglingar eru á
ellefu hafnir í kringum landið, allt
EiMSKiP
frá Reyðarfirði til Patreksfjarðar
og Reykjavíkur. Jafnframt eru
beinar vikulegar siglingar frá ísa-
firði, Akureyri og Eskifirði til Fær-
eyja, Immingham og Rotterdam.
Eimskip og dótturfyrirtæki flytja
vörur á landi, meðal annars með
bílum Vöruflutningamiðstöðvar-
innar (VM) sem keyra á um 80
áfangastaði um land allt. Eim-
skip hefur 25 umboðsmenn á
sínum snærum á landsbyggð-
inni, ásamt 62 afgreiðslum á
vegum VM.
I Sundahöfn, þar sem stór
hluti inn- og útflutnings lands-
manna fer í gegn, hefur Eimskip
194 M3ÍIII
EIMSKIP
Pósthússtræti 2
101 Reykjavík
Sími: 525 7000
Fax: 525 7009
Netfang: info@eimskip.is
Veffang: www.eimskip.is
byggt upp fullkomna aðstöðu og
er nýjasta tækni notuð við
geymslu og flutningastýringu.
Þar, sem og víða á starfsstöðv-
um Eimskips erlendis, eru full-
komnar frystigeymslur sérstak-
lega ætlaðar fyrir fisk og fiskaf-
urðir.
Erlendis eru 22 eigin starfs-
stöðvar og dótturfélög í Evrópu
og Norður-Ameríku, auk um 170
umboðsmanna um allan heim.
Eimskip sér um allan áframflutn-
ing erlendis og innanlands og
skapar það mikla hagkvæmni
fyrir viðskiptavini að þurfa ein-
ungis að hafa samband við einn
aðila til að annast öll þeirra flutn-
ingamál, sjá um tollafgreiðslu,
geymslu og dreifingu.
Eimskip þjónar sjávarútvegin-
um ásamt því að annast togara-
losanir og umboðsmennsku fyrir
íslenskar og erlendar útgerðir. Á
íslandi eru umsvifin mest á þessu
sviði í Hafnarfirði, á Akureyri og í
Vestmannaeyjum. Erlendis er
þjónustan í boði í Noregi, Færeyj-
um og á Nýfundnalandi. Eimskip
sér um að útvega kost, tollaf-
greiða skipin og sér um áhafna-
skipti svo eitthvað sé nefnt.
Fullkominni tækni er beitt í vöruhúsum
Eimskips.