Ægir - 01.08.1999, Blaðsíða 124
ISLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN - AUKABLAÐ ÆGIS
G
Friðrik Þ. Stefánsson markaðsstjóri og Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri hjá Þorbirni í
Grindavík.
SamsHiptafofrít
sem Remur ó óuart
Útgerðin í landinu og fiskvinnslan í heild er einn mikilvægasti við-
skiptamannahópurinn sem Skeljungur hf. þjónar.
„Við leggjum mikið upp úr því að
vera með myndarlegan bás á
Sjávarútvegssýningunni til að
geta tekið vel á móti viðskipta-
vinum okkar í sjávarútvegi. Þeir
koma flestir ef ekki allir á sýning-
una,“ segir Friðrik Þ. Stefánsson,
framkvæmdastjóri markaðssviðs
stórnotenda hjá Skeljungi.
„Við viljum vekja sérstaka at-
hygli á nýju samskiptaforriti,
Shell Marine Products (SMP)
World Gate, sem við ætlum að
setja upp til aukins hagræðis fyr-
ir sjávarútveginn í öllum sam-
skiptum er varða tæknimál,
vöruval og vörugæði. Með forrit-
inu geta Shell International,
Skeljungur hf., skrifstofur út-
gerðaraðila og skip þeirra haft
bein samskipti sín á milli. Þetta
er hugsað fyrir hverskonar boð
og samskipti, með eða án við-
hengis, svo sem stutt skilaboð,
tækniupplýsingar, niðurstöður
rannsókna og allt varðandi eðli
og virkni framleiðsluvara Shell.
Þetta eykur á öryggi og skilvirkni
í samskiptum, auk þess sem
Skeijungur hf.
samskiptin verða mun ódýrari
þar sem forritið vinnur á netinu.
Það er mikil kostur að notkun
SMP kallar ekki á neina pappírs-
notkun og sparar gífurlega mik-
inn tíma,“ segir Friðrik.
Einnig vill Skeljungur hf. vekja
athygli á að í gegnum SMP WG
samskiptaforritið geta úgerðar-
fyrirtæki fengið og kynnt sér nið-
urstöður úr kerfisbundnum rann-
sóknum á smurolíu, svonefndum
RLA rannsóknum. RLA rann-
sóknirnar fara fram á stórri rann-
Skeljungur hf.
Suðurlandsbraut 4
108 Reykjavík
Sími: 560 3800
Fax: 560 3856
Netfang:
skeljungur@skeljungur. is
sóknarstofu í Frakklandi og eru
niðurstöður tölvukeyrðar í móð-
urtölvu þar sem safnað er öllum
upplýsingum sem smurolíusýni
getur gefið um ástand vélarinnar.
Með samanburði við fyrri rann-
sóknir, gögnum í tölvubönkunum
og upplýsingum um samskonar
vélar hjá Shell í öllum heims-
hornum, má finna hugsanlegar
orsakir og skýringar bilana eða,
jafnvel greina yfirvofandi bilun og
hvað er að. Þannig er hægt að
fylgjast með ástandi vélarinnar
og gera viðeigandi ráðstafanir
með fyrirbyggjandi viðhaldi til að
koma í veg fyrir tjón eða freista
þess að draga úr afleiðingum
tjóna.
Af þeim vörunýjungum sem
Skeljungur hf. kynnir á sýning-
unni má nefna Shell Stamina
Lube, sem eru sjálfskammtandi
smurefnastaukar. Staukarnir eru
hannaðir til að skammta ná-
kvæmlega fyrirfram ákveðið
magn af feiti á smurstaði í iðnað-
argreinum. Þeir eru ekki ætlaðir
til nota þar sem matvæli geta
komist í snertingu við feitina,
heldur þar sem óhreinindi eru lík-
leg á smurstað og þar sem mik-
illar endingar er krafist.
Skeljungur kynnir einnig Shell
Cassida Grease, smurfeiti til
notkunar í matvælaiðnaði. Þessi
olía er unnin úr jarðolíum svipuð-
um þeim sem notaðar eru til
lyfjagerðar. Hún er sérstaklega
þróuð til að smyrja vélar þar sem
hætta er á að feitin komist í
óbeina snertingu við matvæli oQ
hefur hún verið viðurkennd af
matvæla- og lyfjaeftirliti Banda-
ríkjanna.
122 MGm