Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 8
6
menntaskólakennara, frá 1. júlí 1967 að telja. Umsækjendur
voru þrír.
Prófessorsembættið í ensku var veitt frá sama tíma, og var
Ian Kirby, lektor í ensku í Uppsölum, settur til að gegna emb-
ættinu. Umsækjendur voru sex.
Þá hefir settur prófessor Guðlaugur Þorvaldsson verið skip-
aður prófessor í viðskiptafræðum frá 1. júlí 1967. Umsækjend-
ur um embættið voru tveir.
Með lögum 27/1967 voru lögfest sex prófessorsembætti, í
sýklafræði, í röntgenfræðum, svo og í kvensjúkdómum og fæð-
ingarhjálp í læknadeild, í viðskiptafræðum, í lögfræði og í
jarðeðlisfræði.
Dósentarnir og yfirlæknarnir dr. Gísli Fr. Petersen og Pétur
H. Jakobsson hafa verið skipaðir prófessorar frá 1. júlí 1967,
hinn fyrrnefndi í röntgenfræðum og hinn síðarnefndi í kven-
sjúkdómum og fæðingarhjálp.
Þá hefir dr. Gunnar Böðvarsson verið skipaður prófessor í
jarðeðlisfræði frá 1. janúar 1968 að telja. Var hann eini um-
sækjandinn um embættið.
Prófessorsembættin í viðskiptafræðum og samtíma sagnfræði,
svo og tvö prófessorsembætti í tannlækningum, sbr. lög 51/1962,
hafa verið auglýst laus til umsóknar.
Vil ég bjóða hina nýju prófessora velkomna og væntir Há-
skólinn sér mikils af kennslu þeirra og rannsóknum.
Prófessorsembættinu í lyfjafræði hefir að sinni verið ráð-
stafað svo, að dr. Þorkell Jóhannesson, dósent, hefir verið ráð-
inn til að gegna þvi.
Prófessor Ólafur Bjarnason hafði leyfi frá kennslustörfum
á vormisserinu og dvaldist í Bandaríkjunum til að kynna sér
nýjungar í fræðigrein sinni. Jónas Hallgrímsson, dósent, ann-
aðist kennslu prófessors Ólafs.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson hefir leyfi frá kennslu
þetta háskólaár. Hefir Andrési Björnssyni, lektor, verið falið
að gegna embætti hans, en Óskar Halldórsson, cand. mag.,
gegnir lektorsstarfinu.
Prófessor Guðni Jónsson hefir leyfi frá kennslustörfum sak-