Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 13
11
gistiprófessorinn, sem hér dvelst, kostaður af Landsbanka-
gjöfinni.
Meðal gesta Háskólans þetta ár vair rektor Háskólans í Bel-
grad, prófessor B. Djordjevic, rektor Tækniháskóla Noregs í
Þrándheimi, prófessor Arne Selberg, og vararektor Tæknihá-
skóla Danmerkur, prófessor Finn Bisgaard. Tækniháskólarnir í
Kaupmannahöfn og Þrándheimi hafa innt af hendi mikilvægt
liðsinni með því að veita viðtöku íslenzkum verkfræðinemum
til síðarahluta náms, og efast ég um, að menn geri sér almennt
grein fyrir, hve stórkostlegt framlag þessir tveir háskólar og
margir aðrir erlendir háskólar inna af hendi við íslenzkt þjóð-
félag með því að veita viðtöku íslenzkum stúdentum. Minnist
ég með hlýhug og þökk allra þeirra mörgu erlendu háskóla,
er veita íslenzkum stúdentum námsvist, en fáar þjóðir senda
hlutfallslega jafnmarga stúdenta sína til háskólanáms erlendis
sem þjóð okkar.
Ýmsir kennarar Háskólans hafa setið firndi og ráðstefnur
erlendis á árinu og flutt fyrirlestra. Rektor Háskólans þá boð
til að heimsækja enska háskóla í apríl, svo sem getið var á
kandídatahátíð, svo og heimboð til rússneskra háskóla nú í
september. 1 þeirri för voru einnig próf. Árni Vilhjálmsson og
dr. Jakob Benediktsson. Var okkur sýnd mikil vinsemd, og
ferð okkar var bæði stórfróðleg og ánægjuleg. Er ekki vafi
á því, að vel er gert til háskóla í Sovjet-Rússlandi og mikill
skilningur er þar á gildi vísinda.
Einn af kennurum Háskólans, prófessor Þórhallur Vilmund-
arson, flutti á s.l. vetri flokk fyrirlestra varðandi íslenzk ör-
nefni, og vöktu þeir mikla athygli.
VI.
1 starfsemi Háskólans umliðið ár er það einna markverðast,
að hafin var á árinu bygging hins nýja húss, Árnagarðs, sem
Háskólinn og Handritastofnun standa sameiginlega að. Þess-
ari byggingu hefir áður verið lýst og má vísa til þess.
1 hlut Háskólans kemur húsrými, sem verður u. þ. b. 2000
fermetrar og þ. á m. verða allmargar kennslustofur og semínar-