Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 14
12
stofur, lestrarsalir og 15 vinnuherbergi fyrir kennara auk hús-
rýmis fyrir Orðabók Háskólans. Þessi nýja bygging, sem á að
verða tilbúin haustið 1969, verður mikil úrbót í húsnæðis-
málum Háskólans. Er raunar ekki vanþörf að bæta þar úr,
því að skólinn býr við geysilega húsnæðiskreppu. Á s.l. hausti
varð að grípa til þess ráðs að taka á leigu nýtt húsnæði fyrir
kennslu, en slík úrlausn er þó aðeins til bráðabirgða.
Við mat á þörf á kennsluhúsrými fyrir Háskólann á næst-
unni er sýnt, að hin nýja bygging er ekki á neinn hátt full-
nægjandi, miðað við hinar miklu þarfir næstu ár.
Auðsætt er, að á næstunni er að vænta mikillar fjölgunar
stúdenta. Árið 1966 voru brautskráðir frá íslenzkum skólum
349 stúdentar, en þessi tala hækkaði í 401 árið 1967 (eða 11,3%
af 20 ára árgangi). Af þeim luku 210 stúdentsprófi stærðfræði-
deildar, en 191 stúdentsprófi máladeildar. Árið 1968 munu að
líkindum Ijúka stúdentsprófi 435 stúdentar, og er réttur helm-
ingur þeirra úr stærðfræðideild. Árið 1969 hækkar þessi tala
í u. þ. b. 475, og verða stærðfræðideildarstúdentar þá í örlitl-
um minnihluta. Árið 1970 tekur þessi tala stökk upp í u. þ. b.
590, ef vanhöld verða álíka og undanfarin ár, og verður hún
eftir líkindareikningi svipuð árið 1971. Hækkar hundraðs-
tala þeirra, sem ljúka stúdentsprófi á landi hér, frá u. þ. b.
11,5% árið 1968 í 13,0% árið 1969, 15,0% árið 1970 og helzt
sú tala árið 1971. Ef litið er á þessar tölur og það haft í
huga, að undanfarin fimm ár hafa nær 80% allra stúdenta,
sem brautskráðst hafa tiltekið ár, látið skrá sig til náms í
Háskólann það ár, er þeir ljúka stúdentsprófi, verður auðsætt,
að kennsluhúsrými Háskólans er þrátt fyrir viðbótina, sem
fæst með Árnagarði, allt of lítið. Ber því brýna þörf til að
hefjast handa um nýtt kennsluhúsrými hið allra fyrsta. Ef
hlutfallsleg fjölgun stúdenta heldur áfram næstu 6 árin eftir
1971 með svipuðum hætti og 4 ár þar á undan, verða braut-
skráðir stúdentar hér á landi eftir 10 ár nokkuð yfir 900,
þ. e. um eða yfir 20% af árganginum. Við þessari aukningu
þarf að búast af fullkominni fyrirhyggju, bæði með stórfelldri
aukningu á kennsluhúsnæði Háskólans, með aukningu lestrar-