Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Síða 15
13
salsrýmis, aukningu á húsrými fyrir kennara, er skapi þeim
bætta rannsóknaraðstöðu, og aukningu á húsnæði fyrir skóla-
og deildarstjóm, auk félagslegra stofnana fyrir stúdenta, er
brýn þörf er á. Ég hefi einnig lýst þeirri skoðun minni áður,
að nauðsynlegt sé að búast svo við þessum aukna fjölda stú-
denta, að námið hér verði gert fjölþættara, þó að ég viður-
kenni, að ekki sé síður nauðsynlegt að hlúa að þeim kennslu-
greinum, sem fyrir era. Ég ætla, að hér séu óhjákvæmileg fé-
lagsleg rök að verki — sýnilegt er, að of mikil aðsókn verður
að einstökum greinum, sem hér eru kenndar, nema val náms-
greina sé gert fjölbreyttara en nú er. Verður þá jöfnum hönd-
um að hafa hugfast, að stúdentum stærðfræðideildar fjölgar
sífellt, og bendir það til þess að fjölga þurfi raungreinum.
Ég minni enn á þá staðreynd mönnum til umhugsunar, að
tala þeirra, er ljúka stúdentsprófi á landi hér, mun tvöfaldast
á næstu 6—7 árum, og mig uggir, að á næstu árum verði vax-
andi örðugleikar á því fyrir íslenzka stúdenta að fá aðgang að
erlendum háskólum, svo mjög sem aðstreymi að þeim vex með
ári hverju. Háskólanefndin, sem nú starfar, mun taka þessi mál
til rækilegrar íhugunar, og vonandi mun hún láta frá sér fara
meginsjónarmið um eflingu Háskólans síðar á næsta ári eða
á árinu 1969.
Af öllum veikum þáttum í háskólastarfinu hér er einna brýn-
ast að efla þann, er lýtur að bókasafni og lestrarsalsrými. Rík-
isvaldið lagði ekki um áratugaskeið — allt til 1961 — fé af
mörkum til bókakaupa fyrir Háskólann, og enn hefir því
miður ekki fengizt viðurkenning á því sjónarmiði, sem háskóla-
ráð stendur einhuga að, að fjárveitingar til háskólabókasafns
til bókakaupa eigi ekki að vera lægri en til Landsbókasafns —
og eru þó fjárveitingar til þess allt of litlar. Nú er háskóla-
bókasafn aðeins ríflega hálfdrættingur við Landsbókasafn.
Húsnæði háskólabókasafns er svo lítið, að undrum sætir, og
er það því þakkarverðara, hversu mikið þar hefir verið unnið
af einstökum þegnskap og atorku bókavarða. Þolir nú enga bið
að taka ákvörðun um stefnuna í bókasafnsmálum, og telur
háskólaráð, að því máli verði að ráða til lykta á þessu háskóla-