Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 16
14
ári. Geymslurými safnsins er á þrotum — lestrarsalsrýmið er
miklu takmarkaðra en svo, að sæmilegt sé, og öll aðstaða til
úrvinnslu og þjónustu er mjög örðug. Er nú tvennt til ráða,
annað að þjóðbókasafn verði reist með aðild háskólabókasafns
eða hitt, að háskólabókasafni verði tryggt sérstakt húsnæði.
vn.
Á síðasta háskólaári gerði ég nokkuð að umræðuefni, hver
hundraðshluti skrásettra stúdenta lyki námi hér við háskólann.
Ég brýndi fyrir mönnum að fara varlega með þær tölur, sem
þar voru nefndar, en þær bentu til, að aðeins rösklega 35%
skrásettra stúdenta lykju fullnaðarprófum, og er þessi tala þó
í grennd við 47%, að því er varðar karlstúdenta. Vanhöldin
eru í raun réttri ekki svo mikil, þegar tekið er tillit til þess,
að fyrir mörgum vakir ekki að leggja stund á nám, þótt þeir
skrásetjist hér, eða eftir atvikum aðeins að nema t. d. for-
spjallsvísindi. Bráðabirgðaathugun á þremur árgöngum eftir
1960 leiðir í ljós, að aðeins ríflega 50% stúdenta lýkur for-
spjallsvísindaprófi — verkfræðistúdentar og erlendir stúdentar
eru þá ekki taldir með í stúdentafjöldanum. Ég hefi hér fyrir
nokkrum árum bent á, að vanhöld virtust vera ámóta mikil við
háskólana í Árósum og Ábo eins og hér. Ef borinn er saman
fjöldi kandídata í Danmörku og hér og tölurnar gerðar saman-
burðarhæfar, kemur fram, að hér á landi eru eilítið fleiri kandí-
datar á 1000 íbúa en í Danmörku. Samanburður á mannfjölda
og kandídatatölu í 25 ára árgöngunum í Svíþjóð og hér á landi
leiðir hins vegar í ljós, að hlutfallslega verða fleiri menn kandí-
datar þar en hér, eða 6,4 á móti 4,3 af hundraði, — en mun
fleiri ljúka þar æðri háskólaprófum en hér á landi.
Athugunin, sem fram hefir farið á fjölda stúdenta, er Ijúka
forspjallsvísindaprófi, bendir auk ýmissa annarra atriða til
þess, að allmikill hluti af nýskráðum stúdentum ár hvert hyggi
alls ekki á nám við Háskólann. Nokkur athugun á skráningu
til forprófa sýnir hið sama, og bendir þetta a. m. k. til þess, að
tiltölulega lítill hópur stúdenta hætti við nám sitt eftir að þeir
hafa stundað nám í 3 misseri eða lengur. Er það út af fyrir