Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 18
16
snúið sér í auknum mæli að því að sinna þeim, sem eru í sér-
námi, leiðþeina þeim og skipuleggja nám þeirra. Að sínu leyti
er það mjög til athugunar, að þessir menn verði ráðnir til að
annast vissa kennslu fyrir stúdenta, er stunda nám til almennra
háskólaprófa, og hefir það gefið góða raun bæði í Bandaríkj-
unum og Svíþjóð. Að því er nám til almennra háskólaprófa
snertir, tel ég mjög koma til álita að hafa sem mest árganga-
skipan, svo sem t. d. er nú í verkfræði, og sé stúdent ætlað að
skila tilteknu námsefni eftir hvert ár eða misseri. Með því ein-
beita þeir sér meira en ella að námi, takmarkið er skýrt mótað
og á næsta leiti. Ég mæli ekki með skyldu til tímasóknar yfir-
leitt, en hins vegar finnst mér mjög koma til greina að leggja
á menn skyldu til að skila námsefni hvers árs eða misseris á
nánar tilteknum tíma, svo sem er t. d. við brezka háskóla.
Einkum virðist mér þetta vera nauðsynlegt tvö fyrstu árin í
háskóla. Kennsluformið skiptir hér og miklu máli — umræður
í hópum, semínaræfingar og ýmiskonar leiðsögn í námi þurfa
að fara mjög í vöxt, en fyrirlestrar að minnka í sambandi við
nám til almennra háskólaprófa. Aukin virkni í kennsluháttum
er tímans kall, og því kalli ber að hlýða. Væri t. d. mjög æski-
legt, að stúdentar fengju meiri kennslugögn í hendur en nú er
og kennurum væri gert kleift í ríkara mæli en nú er að láta
fjölrita fyrirlestra sína eða þætti úr þeim stúdentum til afnota.
1 sambandi við framhaldsnám eftir almenn háskólapróf er það
mjög mikilvægt, að með nýju lögunum um námslán og náms-
styrki hafa verið lögfestir styrkir til kandídata, og kann há-
skólaráð ríkisstjórn og Alþingi miklar þakkir fyrir þessa merku
nýjung. Þá skiptir það einnig máli, að háskólinn hafi tök á
að fylgjast betur með námsferli nemenda en nú er gert — og
að stúdentar geri grein fyrir sér. Verður að líkindum tekinn
upp sá háttur, að stúdent skrái sig til náms hvert ár, sem hann
er við námið, og sé þá kannað, hvernig farið sé námshögum
hans. Slík könnun er stúdentum sjálfum til gagns, og er engin
hætta á misklíð út af því máli. Hér verður að hafa í huga, að
nauðsyn krefur, að þjóðfélagslegt liðsinni við stúdenta með
styrkjum og námslánum sé aukið, en jafnframt hlýtur þá einn-