Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 21

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 21
19 en verið hefir, ef þjóðfélagið á ekki að staðna og dragast aftur úr, og er þó skylt að minnast þess, að framlög til Háskólans hafa stórhækkað á síðustu árum. Vísindalegar framfarir munu sjálfsagt auðkenna þennan aldarþriðjung öðru fremur, og Is- lendingar geta ekki eignazt hlutdeild í þeim framförum og því síður verið veitendur, nema aðstaðan til rannsókna og kennslu sé stórbætt. Fylgja verður eftir þeirri uppbyggingu Háskólans, sem nú er hafin, og þar duga engir smámunir, að því er fjár- veitingar varðar, ef viðhlítandi úrlausn á að fást. tJtvegun hús- næðis fyrir læknadeild til kennslu og rannsókna er mál, sem þolir enga bið. Um húsnæði fyrir bókasafn og lestrarsali var áður rætt. Brýn þörf er á byggingu fyrir þjóðfélagsvísindin til kennslu og rannsókna, bæði þau, sem nú er fengizt við, og þau, sem bætt verður við vonandi á næstunni. Verður með þeim hætti skapað rannsóknarumhverfi, sem verður til stórbóta fyrir þessi veigamiklu vísindi, sem Islendingar hafa því miður ekki búið að sem skyldi. Stefnt er að því, að verkfræðideild verði almenn raunvísinda- og verkfræðideild, og getur það ekki orð- ið, nema með stórkostlegu átaki í byggingarmálum, m. a. í þarfir náttúruvísinda, og grípa inn í það mál tengsl Náttúru- fræðistofnunar og tengsl rannsóknarstofnana, sérstaklega í jarðvísindum, við Háskólann. Hér minni ég enn á það mikla átak, sem til þarf að koma, í sambandi við félagsstofnanir í þágu stúdenta. Ég skal ekki nefna neinar fjárhæðir í dag, en Háskólinn mun á næstunni setja fram miklar og rökstuddar óskir um stórfelldar fjárveitingar, svo að nemur hundruðum milljóna, sem verða hlutfallslega svipaðar og sú fyrirgreiðsla, er allir háskólar á Norðurlöndum hafa fengið síðustu árin. Heitir Háskólinn á íslenzka þjóð til fulltingis við þá upp- byggingu, sem nú er hafin, og ég fulltreysti því, að allur al- menningur skilji vel þarfir Háskólans og sé reiðubúinn að tak- ast á hendur þær miklu fjárgreiðslur, sem vikið var að og einar geta stuðlað að því að gera Háskólann hlutgengan meðal annarra háskóla á Norðurlöndum. Eitt af því, sem stendur eflingu vísindastofnana fyrir þrif- um hér á landi, er, að okkur vantar hér samræmda vísinda-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.