Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 23
21
valda landsins og íslenzkrar þjóSar gervallrar um að búa vel
að Háskólanum.
Háskóli Islands vill í dag minnast siðskiptanna, sem markað
hafa djúp spor í menningarsögu Evrópu, og flytur prófessorinn
í kirkjusögu, próf. Magnús Már Lárusson, erindi hér á eftir
um siðskiptin.
Ég lýk máli mínu með því að þakka fyrir ánægjulegt sam-
starf við hæstvirta ráðherra menntamála og f jármála og þakka
Alþingi fyrir skilning þess á þörfum Háskólans. Ég þakka há-
skólaráðsmönnum og öðrum samkennurum fyrir áægjulega
samvinnu, og ég þakka prýðilegt samstarf við stúdentaráð,
stúdentafélög og stúdenta alla. Ég sendi foreldrum og öðrum
vandamönnum stúdenta hvarvetna á landi hér kveðjur Há-
skólans.
Ég óska yður öllum, er mál mitt heyrið, árs og friðar.
Að lokinni ræðu rektors flutti prófessor Magnús Már Lárus-
son erindi um siðskiptin.1) Þá söng Stúdentakórinn undir stjórn
Jóns Þórarinssonar, tónskálds, fimm lög. Að svo búnu ávarp-
aði rektor nýstúdenta og afhenti þeim háskólaborgarabréf. Af
hálfu nýstúdenta flutti ávarp stud. oecon. Steingrímur Blöndal.
Athöfninni lauk með því, að samkomugestir sungu þjóðsönginn.
III. ATHAFNIR TIL BRAUTSKRÁNINGAR
KANDÍDATA
fóru fram 6. febrúar 1968 í kennarastofu og hinn 10. júní 1968
á hátíðasal. Við síðarnefndu athöfnina flutti rektor ræðu þá,
er hér fer á eftir:
Kæru samkennarar, kæru kandídatar og aðrir háttvirtir
áheyrendur.
Ég býður yður öll velkomin til þessarar athafnar, sem til
i) Erindi prófessors Magnúsar Máis Lárussonar er prentað i Skimi 1967,
bls. 120—127.