Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 24
er stofnað til hátíðabrigða, er doktorum og kandídötum eru af-
hent prófskírteini þeirra.
Mér er ánægja að bjóða velkomna 50 ára kandídata. Á há-
skólaárinu 1917—1918 luku 9 kandídatar prófum, og eru þrír
þeirra á lífi. Hafa þeir allir sýnt Alma Mater þá sæmd að
sækja þessa hátíð. Júbílkandídatarnir eru séra Sigurður Ó. Lár-
ursson, fyrrv. prófastur, Sveinbjörn Jónsson, hæstaréttarlög-
maður, og Sveinn Sigurðsson, ritstjóri. Óska ég þeim til ham-
ingju með afmælið og árna þeim allra heilla.
Ég býð velkomna fulltrúa 10 ára kandídata, sem mér er
ánægja að sjá hér í dag.
I.
Nú hyllir undir lok hins formlega háskólaárs. Háskólinn hef-
ir um það sérstöðu miðað við flesta aðra skóla, að hér fellur
starfsemin raunverulega aldrei niður. Ýmsar rannsóknarstofn-
anir halda áfram störfum sínum eftir lok skólaársins, og pró-
fessorar og aðrir kennarar sinna rannsóknarstörfum sínum og
gefst þá raunar betra tóm til þeirra en þegar kennsla stendur.
Þá fer það sífellt í vöxt, að stúdentar sitji að lestri hér á
lestrarsölum skólans, einnig að sumri til. Þykir mér því miður,
þegar ráðstefnuhald hér i húsakynnum háskólans bitnar til
muna á starfsemi skólans, venjuhelgaðri eða lögmæltri, og er
ekki við það búandi til frambúðar. Er brýnt að koma upp
húsnæði fyrir slík fundarhöld, svo að ekki þurfi að leita hing-
að með þau.
1 háskólum erlendis tíðkast það orðið mjög, að stúdentar
njóti kennslu að sumarlagi. Er fyllilega tímabært að gefa gaum
að því einnig hér á landi að stofna til kennslu um sumartím-
ann, sérstaklega til forprófa, og hafa þá próf í lok námskeiða.
Ýmsar háskóladeildir hafa og hug á að koma á fót námskeið-
um fyrir kandídata, og hefir þá einna helzt verið rætt um
síðara hluta sumars til þeirrar starfsemi. Má telja öruggt, að
mjög á næstunni verði hafizt handa um slík námskeið, sem
gætu orðið veigamikil viðbót við þá starfsemi, sem nú fer