Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 25
23
fram á vegum skólans. Sá höfuðstóll þekkingar, er menn afla
sér á háskólabraut, hjaðnar vissulega, ef ekki er að honum
hlúð. Sífellt koma fram nýjar hugmyndir og kenningar, nýjar
rannsóknaraðferðir, aukin þekking og dýpri skilningur á fræði-
legum vandamálum. Ég el þá von, að Háskólinn geti í vaxandi
mæli miðlað kandídötum af þeirri þekkingu, er starfsmenn
skólans búa yfir, með fyrirlestrum og á námskeiðum. Með því
móti myndu tengslin og verða traustari en nú er milli kandí-
data og Háskólans, en mikilvægt er að styrkja það samband.
n.
Frá því háskólaári, sem nú er að Ijúka, er margs ánægju-
legs að minnast, og verður þó fátt talið hér í dag. Kennaraliði
Háskólans hafa bætzt góðir starfskraftar. Einn prófessor hefir
verið skipaður, Guðmundur Magnússon, fil. lic., í viðskipta-
deild, og þrjú lektorsstörf með launakjörum 22. launaflokks
hafa verið stofnuð, öll í heimspekideild. Hafa tveir nýir lekt-
orar nú verið skipaðir, Helgi Guðmundsson í íslenzku og Óskar
Halldórsson í bókmenntum. Andrés Björnsson, lektor, var skip-
aður útvarpsstjóri frá 1. janúar 1968 og lét þá af lektorsstarfi
sinu. Þakka ég honum mikilsmetin störf hans í þágu Háskólans.
Býð ég hina nýju kennara velkomna til starfa og væntir Há-
skólinn mikils af störfum þeirra. Vegna áfalla í þjóðarbúskap
varð Háskólinn að hlíta því, að veitingu þriggja prófessors-
embætta var skotið á frest, vonandi þó ekki lengur en til
næsta árs. Var eitt þessara embætta í guðfræðideild, annað í
lagadeild og hið þriðja í heimspekideild. Prófessorsembættið
í sýklafræði var auglýst laust til umsóknar, en það er nýtt
embætti. Forráðamenn Háskólans hafa fullan skilning á því,
að afkoma þjóðarbúsins hlýtur að ráða miklu um það á hverj-
um tíma, hversu fengsæll Háskólinn verði um aukningu starfs-
liðs og fjárveitingar, en væntir þess jafnframt, að ávallt verði
tilmæli hans um slík efni virt með skilningi og velvild.
Félagsstarfsemi hér í Háskólanum hefir verið víðtæk og öfl-
ug. Deildarfélögin halda uppi mikilli starfsemi, og er útgáfa
tímarita á vegum þeirra sérstaklega mikilvæg og til sæmdar