Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 26
24
fyrir stúdenta og Háskólann. Stúdentaráð og stúdentafélag Há-
skólans vinna ágæt störf hvort á sínu sviði. Vil ég nota þetta
tækifæri til að þakka forráðamönnum stúdentafélaga og stú-
dentasamtaka, svo og stúdentum öllum ánægjulegt samstarf.
Miklar umræður hafa orðið um málefni Háskólans, m. a.
með háskólaspjalli í Ríkisútvarpi. Hafa hlustendur þar kynnzt
viðhorfum ýmissa háskólakennara og annarra starfsmanna Há-
skólans. Hafa þættir þessir bæði verið vekjandi og fróðlegir.
Ýmis blöð hafa ritað vinsamlega og af góðum skilningi um
gildi Háskólans og um þörf á eflingu hans. Þessar umræður —
og þá ekki síður þær, sem til gagnrýni horfa — eru mikilvægar.
Háskólinn og málefni hans er þjóðmál, og ekkert er háskasam-
legra fyrir hann en tómlæti manna um þau mál. Hér á landi
blasir við svipuð þróun og annars staðar. Stóraukinn fjöldi
stúdenta mun leita á næstu árum til háskólanáms, og reifaði
ég það rækilega á háskólahátíð s.l. haust. Setti ég þá fram þá
forspá, að stúdentafjöldinn myndi ríflega tvöfaldast á árabil-
inu 1967—1975, og myndi hækka úr 400 í tæplega 900 stúdenta.
Tækju þá um 20% af árganginum stúdentspróf, en þessi tala
getur vel orðið hærri. Ég minni á, að nú í vor þreyttu um 1200
unglingar landspróf miðskóla eða 30% af aldursflokki þeim,
er í hlut á, og þykir mér líklegt, að eigi minna en 20% af þess-
um árgangi standist prófið. Likindi eru til þess, að síaukinn
hluti þeirra, sem standast landspróf, velji menntunarleið, sem
liggi til stúdentsprófs. Þetta er vissulega æskileg þróun, en
menn verða að horfast í augu við þennan stóraukna fjölda stú-
denta á raunsannan hátt og umfram allt verða menn að bregð-
ast við af fullkominni forsjálni, að því er varðar uppbyggingu
Háskólans. Nú þegar er aðstreymi að ýmsum greinum, sem
hér eru kenndar, mjög mikið, og á Háskólinn fullt í fangi með
að sjá stúdentum fyrir kennslu. Er því einsætt, að aukinn fjöldi
stúdenta krefst bæði mikils nýs húsnæðis fyrir kennslu, rann-
sóknir og stjórnun og kennaraliðs og bókakosts og kennslutækja
auk margs annars, svo sem aukins lestrarsalsrýmis, stúdenta-
garða, mötuneyta, svo og ýmiskonar þjónustustofnana í þágu