Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 27
25
kennara og stúdenta. Umfram allt verður að líta heildstætt
á þessi mál. Ef keppt er að því frá þjóðfélagsins hálfu að örva
menn til að Ijúka stúdentsprófi, þá dugir ekki að láta þar við
sitja. Undanfarin ár hafa 80—90% af þeim, er lokið hafa
stúdentsprófi tiltekið ár, skrásett sig til náms í Háskólanum,
þótt ýmsir þeirra stundi að vísu nám aðeins í stuttan tíma.
Samfara því að stofna til menntaskóla og hvetja menn til stú-
dentsnáms verður að fara stórkostleg efling Háskólans —
það verður að gera Háskólanum kleift að veita hinum mikla
fjölda stúdenta viðunandi menntun. Því takmarki verður ekki
náð, nema með miklu átaki. Ég held, að höfuðþörf sé á því
að gera landsmönnum öllum hreinskilnislega grein fyrir því,
að háskóla er ekki hægt að halda uppi, nema með geysilegum
fjárveitingum til fjárfestingar og rekstrar. Verður þetta vænt-
anlega sýnt með rækilegum greinargerðum háskólanefndar.
Auðvelt er að fara með skrá um þær byggingar, er reisa þarf,
og þá aðstöðu, sem skapa verður. Það hefir svo oft verið gert
að undanförnu, að ég vík ekki að þvi í dag. Hitt er ljóst, að
framkvæmdir næstu ára, sem þola enga bið, til úrbóta í mál-
um bókasafns og lestrarsala og til aukningar húsnæðis fyrir
kennslu og rannsóknir og í þágu stúdenta, munu ekki verða
fjármagnaðar, nema með geysilega miklum fjárveitingum af
ríkisfé. Það er von mín, að íslenzk þjóð muni taka á sig þá
fjárhagslegu byrði, sem þessu er samfara. Sumt af því kostar
raunar engar ofsalegar fjárhæðir, svo sem úrlausn á ýmiskon-
ar þjónustu fyrir kennara og aðstoð við þá, en annað er geysi-
dýrt, svo sem ef menn teldu fært að gera Háskólann að þeirri
rannsóknarstöð, sem honum er ætlað að vera. Fram til þessa
hefir skólinn fyrst og fremst verið kennslustofnim, en ekki
rannsóknarstofnun. Við kennarar hér við háskólann teljum ör-
ugglega allir, að á þessu þurfi að verða gagnger breyting —
með tilkomu rannsóknarstofnana í einstökum greinum, er skapi
rannsóknaraðstöðu og rannsóknarumhverfi og þá rannsóknar-
glóð, sem enginn háskóli má án vera.
4