Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 30
28
hverfinu. Tel ég brýna nauðsyn bera til að hefjast handa um
nýjar byggingar hið allra fyrsta, m. a. vegna þarfa á kennslu-
húsrými og lestrarsölum. Hér má enn minna á Loftskeytastöð-
ina, sem Háskólanum var afhent 1963, og hefir sú bygging
komið að góðum notum fyrir Háskólann, þótt lítil sé. Fimmta
byggingin er svo húseignin Aragata 9, sem Háskólinn keypti
1963, og eru þar lestrarsalir fyrir stúdenta. Leiguhúsnæði er
á þremur stöðum.
6. Þá vil ég minna á, að á því árabili, sem hér hefir verið
gert að umtalsefni, hefir námsefni og námstilhögun nálega allra
deilda sætt gagngerri endurskoðun, og gætir margskonar ný-
mæla og nýrra námsgreina í hinum nýju reglugerðum deildanna.
Hér er um veigamiklar endurbætur að ræða, sem lítt hafa ver-
ið ræddar á opinberum vettvangi. Kennaraáætlunin frá 1964
markar ný vinnubrögð, sem hafa reynzt Háskólanum heilla-
drjúg.
7. 1 lok þessa þáttar vil ég benda á, að því fer fjarri, að
skrifstofu Háskólans hafi bætzt sá mannafli, sem óhjákvæmi-
leg nauðsyn krefur, og sama er um húsnæði. Tel ég, að nú
eigi umbætur í þágu stjórnunar skólans að ganga fyrir öðrum
þörfum.
Af þessu örstutta yfirliti ætla ég auðráðið, að mörg málefni
hafa þokazt til betri vegar á síðustu árum, en jafnframt ber
að leggja áherzlu á hitt, að þetta er aðeins vísir þess, sem koma
þarf og koma skal.
Áður hefir verið frá því skýrt, að gengið hefir verið frá til-
lögum um náttúrufræðikennslu við verkfræðideild Háskólans.
Eru nú allar horfur á, að unnt verði að stofna til slíkrar
kennslu í haust. Hér hefir áður verið kennd landafræði og jarð-
fræði, en nú verður bætt við grasafræði og dýrafræði og líf-
fræði og hinar greinirnar tvær kenndar í fyllra mæli en áður.
Kennt verður til B.A.-prófs, og þá einkum í því skyni að mennta
kennara í náttúrufræði á gagnfræðastigi. Er hin mesta þörf
á úrbótum í því efni, eins og margoft hefir verið rætt áður.
Af hálfu Háskólans hafa verið gerðar tillögur um kennslu
í félagsfræði, félagssýslu og félagsráðgjöf, en það eru greinir,