Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 31
29
sem mikilvægt er að hefja kennslu í hér við Háskólann. Þá
hafa einnig verið gerðar tillögur um að gera hið svonefnda
studium generale hér við Háskólann víðtækara að mun. Til
athugunar eru tillögur um kennslu í landbúnaðarvísindum og
fleiri greinum, er varða atvinnuvegina. Veitir kennsla í nátt-
úrufræði svigrúm til, að hafin verði kennsla í slíkum greinum,
og verður nánar vikið að því síðar. Hin mikla stúdentafjölgun,
sem í vændum er, veldur því vissulega, að brýn þörf er á að
gera námið hér við Háskólann fjölþættara að mun en það er nú.
IV.
Á s.l. ári luku doktorsprófi frá Háskóla íslands Guðmundur
Björnsson, augnlæknir, í læknisfræði og Gunnar Thoroddsen,
sendiherra, í lögfræði.
1 dag verða brautskráðir frá Háskólanum 67 kandídatar, 17
konur og 50 karlar. Kandídatarnir skiptast svo á greinir:
I guðfræði............................. 1
1 læknisfræði ........................ 11
1 tannlækningum ....................... 5
I lögfræði ........................... 18
Kandídatspróf í sagnfræði . . k. 1
B.A.-próf ............................ 21
Islenzkupróf fyrir erlenda stúdenta .. 2
Kandídatspróf í viðskiptafræði......... 8
Stúdentar í verkfræði hafa enn ekki lokið prófum sínum og
verður þeim afhent prófskírteini síðar. I janúar luku prófi 22
kandídatar, 2 konur og 20 karlar. Þegar verkfræðinemar bæt-
ast við, væntanlega 25, er sýnilegt, að fleiri Ijúki nú prófum
héðan frá Háskólanum en nokkru sinni fyrr.
V.
Margoft hefi ég leyft mér að víkja að því, hve margvíslegra
úrbóta þarf við um félagslegan aðbúnað að stúdentum Háskól-
ans. Hér skortir t. d. mötuneyti við hæfi, og húsnæði kaffistofu
er ekki fullnægjandi, þótt hún gegni mikilvægu hlutverki í
stúdentalífinu, stúdentagarðarnir eru of litlir, og hefir enginn