Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 34
32
góðar undirtektir. Tel ég horfur í þessu mikla hagsmunamáli
stúdenta vera stórum betri nú en nokkru sinni fyrr, og er
mér mikil ánægja að skýra frá þessu hér í dag.
VI.
Við lok þessa skólaárs lýkur sextugasta kennsluári í lögfræði
hér á landi, en Lagaskóli Islands hóf starf sitt 1. okt. 1908. Vil
ég óska lagadeild til hamingju með þetta merka afmæli, sem
nánar verður minnzt á háskólahátíð í haust.
Ég get þess að lokum, að Háskólanum hafa borizt margar
góðar bókagjafir, m. a. frá Minnesotaháskóla, og verður síðar
gerð grein fyrir þeim.
Við lok þessa háskólaárs vil ég þakka ánægjulegt samstarf
við samkennara mina og háskólaráð og við stúdenta alla, svo
og við menntamálaráðherra og starfsmenn menntamálaráðu-
neytis.
Að lokinni ræðu rektors fluttu þeir ávarp Sveinn Sigurðsson,
cand. theol., fyrrv. ritstjóri, vegna 50 ára kandídata, og Sigurð-
ur Þ. Guðmundsson, læknir, vegna 10 ára kandídata, og afhenti
hinn síðarnefndi Háskólanum peningagjöf vegna samkandídata
sinna. Rektor ávarpaði kandídata, og deildarforsetar afhentu
þeim prófskírteini. Af hálfu kandídata ávarpaði Óskar S. Ósk-
arsson, cand. oecon., Háskólann.
Þess skal getið, að við kandídataathöfn 6. febrúar 1968 hafði
Vésteinn Ólason, mag. art., orð fyrir kandídötum.
IV. ANNÁLL HÁSKÓLANS
Skipan háskólaráðs.
Sjá Stjórn Háskólans, bls. 3.
Háskólahátíð og athafnir til brautskráningar kandídata
fóru fram hin fyrsttalda í samkomuhúsi Háskólans fyrsta
vetrardag 28. október 1967 og hinar síðartöldu 4. febrúar 1968
«