Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 35
33
í kennarastofu Háskólans og 10. júní s. á. á hátíðasal. Að lok-
inni háskólahátíð hafði rektor kaffiboð fyrir kennara og kon-
ur þeirra, en að loknum kandídataathöfnum bauð hann kandí-
dötum, deildarforsetum og kennurum til kaffidrykkju.
Afmælishátíð í Ábo og Lundi.
Rektor var fulltrúi Háskólans á hálfrar aldar afmæli Abo
Akademi hinn 25. maí 1968 og flutti þar kveðjur og árnaðar-
óskir Háskólans.
Rektor var enn fremur fulltrúi Háskólans á þriggja alda
afmæli Háskólans í Lundi 12.—14. júní 1968 og flutti þar
kveðjur og árnaðaróskir Háskólans.
Embætti og kennarar.
Guðmundi Arnlaugssyni, rektor, var að eigin ósk veitt lausn
frá dósentsstarfi frá 15. sept. 1967, og var dr. Halldór Elíasson
settur dósent í hans stað um eins árs skeið.
Öskar Ó. Halldórsson, cand. mag., var ráðinn lektor frá 1. okt.
1967, sbr. þátt um Lausn undan kennsluskyldu. Nýtt lektors-
starf var stofnað í bókmenntum með launakjörum 22. launa-
flokks. Var Óskar Ó. Halldórsson skipaður í það starf frá 1.
febr. 1968 til 5 ára. Umsækjendur voru fjórir.
Framlengd var í september ráðning dr. Kjartans Gíslasonar
til kennslu í þýzku, svo og ráðning ýmissa kennara í tannlækn-
isfræðum.
Um prófessorsembætti í jarðeðlisfræði, sem stofnað var með
lögum 27/1967, var einn umsækjandi, dr. Gunnar Böðvarsson.
Dómnefnd skipuðu prófessor Trausti Einarsson, formaður, til-
nefndur af verkfræðideild, Jóhannes Zoega, hitaveitustjóri, til-
nefndur af háskólaráði, og Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor,
sem menntamálaráðherra tilnefndi. Dr. Gunnar Böðvarsson var
skipaður prófessor 16. okt. 1967 frá 1. janúar 1968 að telja. Dr.
Gunnari var veitt leyfi frá störfum til 1. sept. 1968.
Dr. Þorkeli Jóhannessyni, lækni, var falið hinn 20. nóv. 1967
a<5 gegna prófessorsembætti í lyfjafræði, unz skipað yrði í
5