Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 36
34
embættið. Var hann síðar eini umsækjandi um embættið. Dóm-
nefnd skipuðu próf. Davíð Davíðsson, formaður, tilnefndur af
læknadeild, próf. Sigurður Samúelsson, er háskólaráð tilnefndi,
og dr. Óskar Þ. Þórðarson, yfirlæknir, er menntamálaráðherra
tilnefndi. Embættið var veitt dr. Þorkeli Jóhannessyni frá 1.
júlí 1968 að telja.
Andrés Björnsson, lektor, sagði lausu lektorsstarfi sínu með
bréfi 28. des. 1967, þá er hann var skipaður útvarpsstjóri.
Um prófessorsembætti í viðskiptadeild, sem stofnað var með
lögum 21/1967, sóttu þeir Guðmundur Magnússon, fil. lic.,
Haraldur Jóhannsson, hagfræðingur, og Þórir Einarsson, við-
skiptafræðingur. Dómnefnd skipuðu próf. Ólafur Björnsson,
formaður, tilnefndur af viðskiptadeild, próf. Árni Vilhjálmsson,
tilnefndur af háskólaráði, og Klemenz Tryggvason, hagstofu-
stjóri, er menntamálaráðherra tilnefndi. Guðmundi Magnús-
syni, fil. lic., var veitt embættið hinn 19. janúar 1968 frá 1. marz
þ. á. að telja.
Með bréfi Menntamálaráðuneytis 18. marz 1968 var frá því
skýrt, að ekki þætti af fjárhagsástæðum kleift að fallast á til-
mæli Háskólans um, að flutt yrði lagafrumvarp á því þingi um
stofnun prófessorsembættis í guðfræðideild.
Á fundum háskólaráðs 4. apríl og 27. ágúst 1968 var fallizt á
þá hugmynd, að starfi æviskrárritara samkv. lögum 30/1956
yrði breytt í prófessorsembætti. Batt háskólaráð fylgi sitt við
hugmyndina þeim fyrirvara, að embættið yrði tengt við nafn
Einars Bjarnasonar, ríkisendurskoðanda, og væri hér aðeins
um persónulegt embætti að ræða, en ekki fast prófessorsemb-
ætti. Háskólaráð samþykkti, að prófessorinn ætti sæti í laga-
deild.
Hinn 27. apríl 1968 var Ian J. Kirby settur að nýju prófessor
í ensku til eins árs frá 1. júlí 1968 að telja.
Bergsteinn Jónsson, cand. mag., var ráðinn lektor í sögu Is-
lands og Sveinn Skorri Höskuldsson, mag. art., lektor í bók-
menntum til fimm ára frá 1. júlí 1968 að telja og með launa-
kjörum 22. launaflokks.