Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 37
35
Sendikennarar.
Rússneski sendikennarinn A. Milovidov lét af störfum, en í
hans stað gegndi prófessor A. I. Shirochenskaya frá Moskvu
starfi sendikennara.
Gistipróf essor.
Prófessor Benjamin Hickok frá Michigan State University
var Fulbrightprófessor í bandarískum bókmenntum þetta há-
skólaár.
Lausn undan kennsluskyldu.
Prófessor Guðna Jónssyni var veitt lausn undan kennslu-
skyldu vegna veikinda, og var próf. Magnúsi Mávi Lárussyni
falið að annast kennslu hans. Jafnframt var próf. Magnúsi
veitt leyfi frá kennslustörfum í guðfræðideild, og voru þeir
séra Jón Hnefill Aðalsteinsson, fil.lic., og Jón Sveinbjörnsson,
lektor, ráðnir til að annast kennslu prófessors Magnúsar í guð-
fræðideild.
Prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson hafði orlof þetta há-
skólaár. Staðgengill hans var Andrés Björnsson, lektor, fram til
áramóta, en eftir það Eiríkur Hreinn Finnbogason, bókavörð-
ur. Lektorsstarfinu gegndi Óskar Ó. Halldórsson, cand. mag.
Prófessor Pétri H. J. Jakobssyni var veitt leyfi frá kennslu
vegna utanfarar um 6 vikna skeið 1967—68.
Próf dómendur.
Þeir Sölvi Eysteinsson, M.A., og dr. Jón Gíslason voru settir
prófdómendur, sá fyrri í ensku og hinn síðari í þýzku, í sept-
ember 1967, í fjarveru prófdómandans, Björns Bjarnasonar,
cand. mag.
Gísli Blöndal, hagsýslustjóri, var skipaður prófdómandi í op-
inberri stjórnsýslu og Valdimar Kristinsson, viðskiptafræðing-
ur, prófdómandi í hagrænni landafræði, hvort tveggja í við-
skiptadeild, um þriggja ára skeið frá 1. janúar 1968 að telja.
Eftirtaldir menn voru skipaðir prófdómendur i heimspeki-
deild til þriggja ára frá 15. apríl 1968 að telja: