Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 38
36
Við cand. mag.-próf: í íslenzkri málfræði Tryggvi Gíslason,
mag. art.; í islenzkri bókmenntasögu dr. Björn K. Þórólfsson;
í sagnfræði dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður.
Við B.A.-próf: í íslenzku Jónas Kristjánsson, cand. mag.; í
sagnfræði dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður; í dönsku
Ágúst Sigurðsson, cand. mag.; í sænsku Árni Gunnarsson, fil.
kand.; í norsku Guðrún Ólafsdóttir, cand. mag.; í ensku og
þýzku Bjöm Bjarnason, cand. mag.; í frönsku, latínu og grísku
dr. Jón Gíslason; í mannkynssögu Stefán Pétursson, þjóðskjala-
vörður; í bókasafnsfræði Ólafur Pálmason, mag. art.; í landa-
fræði Jón Jónsson, fil. lic.; í uppeldisfræði, Jónas Pálsson, M.A.
Við próf í íslenzku fyrir erlenda stúdenta: í málfræði Tryggvi
Gíslason, mag. art.; í bókmenntum dr. Björn K. Þórólfsson.
Dr. Ágúst Valfells var skipaður prófdómandi í efnisfræði fyrir
stúdenta í véla- og rafmagnsverkfræði í verkfræðideild Háskóla
íslands. Skipunartímabilið er tvö ár frá 1. april 1968 að telja.
Doktorspróf.
Hinn 25. nóvember 1967 varði Guðmundur Björnsson, augn-
læknir, ritgerð sína „The Primary Glaucoma in Iceland, Epi-
demiological Studies" fyrir doktorsnafnbót í læknisfræði.
Dómnefnd skipuðu Júlíus Sigurjónsson, prófessor, Kristján
Sveinsson, augnlæknir, og Tómas Helgason, prófessor. Hinir
tveir fyrstnefndu voru andmælendur.
Hinn 24. febrúar 1968 varði Gunnar Thoroddsen, sendiherra,
ritgerð sína, Fjölmæli, fyrir doktorsnafnbót í lögfræði. Dóm-
nefnd skipuðu Ármann Snævarr, rektor, dr. Þórður Eyjólfsson,
fyrrv. hæstaréttardómari, og Valdimar Stefánsson, saksóknari
ríkisins. Hinir tveir fyrstnefndu voru andmælendur.
Sunnudagsfyrirlestrar.
Prófessor Þórhallur Vilmundarson flutti þrjá fyrirlestra um
islenzk örnefni og náttúrunafnakenningu í Háskólabíói í marz
og apríl 1968.