Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 43
I
41
stjórninni og vinna að því, að fjárveitingar verði tryggðar og
önnur aðstaða til að hefja kennsluna."
Menntamálaráðuneyti var send álitsgerð nefndarinnar og
tillögur með bréfi 23. marz 1968. Um skipun nefndarinnar,
sjá Árbók Háskólans 1964—1965, bls. 30. Ýmsir sérfræðingar
lögðu nefndinni lið í störfum hennar, þ. á m. prófessor Chester
frá Manchester, prófessorarnir Alfred Lee og Elisabeth Lee frá
New York og prófessor Richard Tomasson frá New Mexico.
Norræn eldfjallarannsóknarstöð á fslandi.
1 umsögn háskólaráðs frá 2. febr. 1968 um ofangreint mál
var fagnað þingmannatillögu í Norðurlandaráði, sem mælti
fyrir um athugun á stofnun norrænnar eldfjallarannsóknar-
stöðvar hér á landi. Háskólaráð taldi, að starfssvið stofnunar-
innar ætti að verða nokkru víðtækara en gert var ráð fyrir,
þ. e. hún ætti að fjalla um undirstöðurannsóknir í jarðfræði
almennt.Háskólaráð taldi enn fremur, að slík stofnun þyrfti
rúmgott húsnæði og allmikið starfslið og lagði áherzlu á, að
hún yrði vel útbúin að tækjakosti og bóka. Háskólaráð lagði
til, að sérfræðinganefnd yrði falið að fjalla um skipulag rann-
sóknarstofnunarinnar og taldi eðlilegast, að stofnunin yrði í
beinum tengslum við Háskólann og sérstaklega Raunvísinda-
stofnun. Var enn fremur bent á, að heppilegt væri, að náin
tengsl yrðu milli stofnunarinnar og náttúrufræðikennslu hér
við Háskólann.
Starfslið á skrifstofu.
Sótt var um heimild til að ráða sérstaka stúlku á skrifstofu
til að annast vélritun og fjölritun fyrir háskólakennara. Á það
varð ekki fallizt því sinni, sbr. bréf ráðuneytis 17. janúar 1968.
Kennsla í blaðamennsku.
1 umsögn háskólaráðs um frumvarp til laga um breytingu á
háskólalögum, sem nokkrir þingmenn fluttu, og fól í sér að
6
L