Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 44
42
stofna skyldi til kennslu í blaðamennsku við Háskólann, segir
svo:
„Háskólaráð telur, að með frumvarpinu sé hreyft athyglis-
verðu máli. Er háskólaráð þeirrar skoðunar, að mikilsvert sé,
að rækileg rannsókn fari fram á því, hvaða menntunarkröfur
verði gerðar til blaðamanna og með hverjum hætti kennsla
fyrir þá fari fram og hvort æskilegt sé, að hún tengist Háskól-
anum með nokkrum hætti eða hvort haganlegra sé, að hún
fari fram annars staðar. Leggur háskólaráð til, að sérfræðinga-
nefnd verði skipuð til að kanna málið og gera tillögur um nán-
ari skipan og námsgreinir, tengsl við fræðslustofnanir, forstöðu
námskeiðs o. fl. Háskólaráð er viðbúið fyrir sitt leyti að eiga
aðild að slíkri athugun."
Fjárveiling til háskólabókasafns.
Á fundi 16. maí 1968 áréttaði háskólaráð fyrri samþykkt
sína frá 1. júní 1967 um fjárveitingu til háskólabókasafns, sbr.
Árbók Háskólans 1966—1967, bls. 45.
Raunvísindastofnun Háskólans.
Háskólaráð samþykkti þá tillögu stjórnar Raunvísindastofn-
irnar, að breyting yrði gerð á 3. gr. IV reglugerðar um stofn-
unina, þess efnis, að rannsóknarstofa í jarðeðlisfræði breyttist
í rannsóknarstofu í jarðvisindum, sbr. reglugerð nr. 39, 13.
marz 1968, prentuð á bls. 144.
Háskólaráð féllst á tillögu stjórnar Raunvísindastofnunar um
veitingu þriggja staða, í rannsóknarstofu í efnafræði, stærð-
fræði, og jarðvísindum.
Stúdentaheimili.
Háskólaráð nefndi þá prófessorana Árna Vilhjálmsson og
Loft Þorsteinsson til að taka sæti í nefnd til könnunar á bygg-
ingu stúdentaheimilis í samvinnu við Stúdentaráð og taki þeir
sæti í byggingarnefnd.