Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 46
44
Stúdentakórinn.
Háskólaráð kaus hinn 7. marz 1968 Isleif Jónsson, verkfræð-
ing, formann kórsins.
Stofnun sendikennarastarfs í norrænni nútímasögu
við University College í Lundúnum.
Háskólaráð féllst á umsögn sagnfræðiprófessora um þetta
mál og mælti með framgangi þess.
Atvinnuráðning íslenzkra menntamanna erlendis.
Þingsályktunartillaga um þetta efni var send til umsagnar
háskólaráðs. 1 umsögninni var mælt með samþykkt hennar,
en lögð áherzla á, að hér þyrfti að fara fram víðtæk og vand-
virknisleg athugun. Var bent á þær kannanir, sem þegar hafa
farið fram á vegum einstakra félaga háskólamanna og Banda-
lags háskólamanna, og var talið sjálfsagt að hafa náið sam-
starf við þá aðila um þetta málefni.
Ályktun um afnot af húsnæði Háskólans.
1 júní 1968 var sú ályktun gerð, að háskólaráð muni „ekki
telja sér fært eftirleiðis að lána húsnæði Háskólans til fund-
arhalda eða vegna ráðstefna, ef það skerðir til muna venju-
helgaða eða lögbundna starfsemi, sem fram fer í Háskólan-
um. ...“ Var rektor falið að skýra viðkomandi stjómvöldum
frá þessari afstöðu. Bent var á það í þessu sambandi, „að mikil
þörf er á að koma upp húsakynnum hér í bænum, þar sem
meiriháttar ráðstefnur geta farið fram“.
Happdrætti Háskólans.
Á fundi háskólaráðs 11. júlí 1968 voru kynntir reikningar
happdrættisins fyrir árið 1967. Stjórn happdrættisins var end-
urkosin, og eiga í henni sæti Ármann Snævarr, rektor, for-
maður, og prófessorarnir Halldór Halldórsson og Þórir Kr.
Þórðarson. Endurskoðendur voru endurkjörnir Atli Hauksson,
löggiltur endurskoðandi, og Björn Magnússon, prófessor.
Háskólaráð féllst í marz 1968 á frumvarp, er stjóm happ-