Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 47
45
drættisins samdi um að bæta nýjum flokki, C-flokki, við númer
þau, sem fyrir eru. Frv. var flutt sem stjórnarfrumvarp, en
dagaði uppi í þinginu.
Háskólabíó.
Reikningar bíósins voru kynntir á háskólaráðsfundi 11. júlí
1968. Stjórn bíósins var endurkjörin, og skipa hana prófessor-
arnir Árni Vilhjálmsson, formaður, Magnús Már Lárusson og
Ólafur Jóhannesson og dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráð-
herra. Endurskoðendur voru endurkjörnir prófessorarnir Ólafur
Björnsson og Þórir Kr. Þórðarson.
EndurskoSendur háskólareikninga
voru hinn 15. febrúar 1968 kosnir prófessorarnir Guðlaugur
Þorvaldsson og Magnús Már Lárusson.
Atvinnudeildarbygging.
Með bréf Menntamálaráðuneytis 30. ágúst 1968 var tilkynnt,
að Háskólinn fengi til afnota hálfa neðstu hæð Atvinnudeildar-
byggingar til kennslu í náttúrufræði, en Háskólinn fór fram á
að fá þessa byggingu til afnota og umráða.
Ráðunautar um nám.
Háskólaráð fól rektor að leita eftir fjárveitingu til ráðning-
ar ráðunauta í námi, er hefðu með höndum námsráð og ýms-
ar leiðbeiningar einkum fyrir stúdenta á 1. og 2. námsári.
Viðtöl við stúdenta, er æskja námsvistar í Háskólanum.
Háskólaráð féllst á þá tillögu rektors, að stefna bæri að því,
að sérstaklega þar til hæfir menn ræddu við hvern stúdent,
er æskir skrásetningar, í því skyni að kanna, hvað fyrir hon-
um vakir með námsdvöl sinni. Skiptir það miklu máli til að
fá grundvöll undir skipulagningu kennslu og mat á vanhöld-
um í námi o. fl.