Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Síða 48
46
Skipun í ný prófessorsembætti o. fl.
Háskólaráð samþykkti 12. sept. 1968 eftirfarandi tillögu for-
seta heimspekideiidar:
„Þar sem háskólakennsla krefst mikils tíma og rækilegs und-
irbúnings, ef hún á að vera sómasamlega af hendi leyst, vill
háskólaráð mælast til þess við menntamálaráðuneyti, að nýir
háskólakennarar verði að öllum jafnaði skipaðir í embætti
a. m. k. þremur mánuðum áður en kennsla hefst hverju sinni.
Enn fremur telur háskólaráð óviðunandi, að staðgenglar fast-
ráðinna háskólakennara, sem séu í ársleyfi, þiggi laun aðeins
háskólaárið, en ekki almanaksárið, svo sem tíðkast meðal
frændþjóða vorra á Norðurlöndum."
Sala á Halldórsstöðum í Laxárdal.
Vegna framkvæmda við Laxárvirkjun mun mestur hluti af
ræktuðu landi jarðarinnar fara undir vatn. Ef ekki kemur til
samninga, er Ijóst, að eignarnámi verður beitt. Háskólaráð sam-
þykkti því að heimila sölu jarðarinnar, sem Háskólanum var
gefin með erfðaskrá Þórarins Jónssonar, er lézt 20. febr. 1922.
V. KENNARAR HÁSKÓLANS
Kennarar í guðfræðideild og kennslugreinar þeirra:
Prófessorar:
Björn Magnússon: Kristileg siðfræði, kennimannleg guð-
fræði (helgisiðafræði, sálgæzlufræði, trúkennslufræði, verkleg-
ar æfingar í barnaspurningum), Nýjatestamentisfræði (guð-
fræði Nýja testamentisins, ritskýring Jóhannesarguðspjalls og
Jóhannesarbréfa, Hebreabréf, samtíðarsaga Nýjatestamentis-
ins), æfingar í bréfa- og skýrslugerð presta.
Magnús Már Lárusson: Kirkjusaga (almenn kirkjusaga og
kirkjusaga Islands), Nýjatestamentisfræði (inngangsfræði
Nýja testamentisins, ritskýring Postulasögu og Pálsbréfa ann-
arra en hirðisbréfa).