Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Side 118
116
Skýrsla um byggingarkostnað, eignaskiptingu og stjórn Do-
mus Medica 1968, 54: 33—45.
Bókasafn Domus Medica 1967, s. st., 259—260.
Heilbrigt líf:
Blinda, blindutíðni og blinduorsakir á íslandi 1956, 12: 5—22.
American Journal of Ophthalmology 1955:
Prevalence and Causes of Blindness in Iceland. 39: 202—208.
Guðmundur Björnsson kvæntist 21. apríl 1943 Kristínu
Benjamínsdóttur, sjómanns í Hafnarfirði Eggertssonar, og eiga
þau fimm börn.
Svo sem greinir í annál, varði Gunnar sendiherra Thorodd-
sen hinn 24. febrúar 1968 ritgerð sína, Fjölmæli, fyrir doktors-
nafnbót í lögfræði. Fer æviágrip doktorsins hér á eftir:
Gunnar Thoroddsen er fæddur í Reykjavík 29. desember 1910.
For.: Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur og yfirkennari, og
kona hans María Thoroddsen. Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1929 með I. einkunn (7.24 stig)
og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Islands 13. febr. 1934
með I. eink. 144% st. Stundaði framhaldsnám, aðallega í refsi-
rétti, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi frá 1935 til 1936.
Stundaði lögfræðistörf í Reykjavík ásamt öðrum störfum 1936
—38 og sem aðalstarf 1939—40. Ráðinn til að gegna prófess-
orsstörfum í lagadeild Háskólans 10. október 1940, settur pró-
fessor 1. marz 1942 og skipaður 22. október 1943 frá 1. nóvem-
ber s. á. Veitt lausn frá kennsluskyldu fyrst um sinn 10. febr.
1947, lausn frá prófessorsembætti 11. marz 1950. Kjörinn borg-
arstjóri í Reykjavík 4. febr. 1947 og endurkjörinn 1950, 1954
og 1958. Leyfi frá borgarstjórastörfum 19. nóv. 1959 og lausn
6. okt. 1960. Skipaður fjármálaráðherra 20. nóv. 1959. Lausn
frá embætti fjármálaráðherra 8. maí 1965 og frá sama tíma
skipaður sendiherra í Kaupmannahöfn. Landskjörinn alþm.
1934—37 og 1942 (sumarþing). Alþm. Snæfellinga 1942 (haust-
þing) til 1949. Alþm. Reykjavíkur 1949—1965. Bæjarfulltrúi í
Reykjavík 1938—62, bæjarráðsmaður 1946—60 og form. bæj-
j