Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 120
IX. HÁSKÓLABÓKASAFN
1968
Safnrekstur virtist hafa náð jafnvægi við þær kröfur, sem
háskólans menn hefðu gjarnan gert fyrir 1966, en voru nú
ónógar. Bindatala í árslok voru 143.636 auk smáprents, en í
tölunni voru rit Enskustofnunar við Tjarnargötu, Raunvísinda-
stofnunar við Dunhaga, og innlimuð höfðu verið erlend rit
Vísindafélags Islendinga í Hbs. Réttur sjötti hluti þessa binda-
fjölda voru árgangar fræðitímarita, þorri þeirra yngri en 20
ára, og jafnung voru flest önnur rit Hbs. í náttúruvísindum og
viðskiptafræði. Á sviðum heimspekideildar og lagadeildar var
hinn erlendi bókaforði frá 19. öld nokkuð verðmætur, og bar
þó lítt á honum í skápunum í magni 20. aldar rita. Hlutföll í
samsetningu Hbs. og Landsbókasafns voru á þennan og fleiri
vegu orðin mjög mismunandi, en bæði söfnin sinntu þörfum
jafnvíðtækra efnissviða, svo að engin verkaskipting var fram-
kvæmanleg þannig, að þeim yrði úthlutað að safna sinni grein-
inni hvort. Útlán Háskólabókasafns námu liðugum 5% af binda-
tölu þess, nánar sagt 7527 bd. til 592 lánþega. Meðtaldar voru
þá endurnýjanir lána, gerðar við tvær aðalinnkallanir bóka á
árinu, og 1. jan. 1969 reyndust 2494 bindi útistandandi, þar af
1883 búin að vera yfir 3 mánuði í hendi lánþegans, sem í sum-
um tilfellum (nokkrum hundruðum binda að samtöldu) vildi
telja, að um fasta staðsetning (depositio) væri að ræða í
„stofnun" hjá sér. Út frá þessum hag og háttum lánastarfsem-
innar var gengið, er rædd voru 1968 breytt viðhorf hennar,
þegar er fyrirhugaðar stofnanir efldust í nokkrum greinum
kennslu og burtfararprófa við háskólann.
Af þeim bókastofni, sem frjáls útlán eru á úr Landsbóka-
safni, munu lán þetta ár og hin næstliðnu hafa orðið nálægt
4 af þúsundi eða á að gizka þrettánfalt tregari en í hinni tregu
notkun á samsvarandi hluta Hbs. Benti þetta til, að meiri notk-
un ætti að fást með því að sameina útlán beggja í framtíðinni.