Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 121
119
Notkun bóka (auk handrita) innanhúss í Landsbókasafni var
1968, eins og ávallt, mjög mörgum þúsundum ofan við sals-
notkun bóka í Hbs., og í Lbs. er sú notkun mest á bókastofni,
sem óheimilt er að lána gestum heim.
Auk hinna 3 föstu starfsmanna við Hbs. naut safnið 1968
meiri stundavinnu bókasafnsfræðistúdenta og annarra en hin
fyrri ár þessa tugs. Sætanýting við námslestur í hátíðasal fór
batnandi, og víðar í háskólahúsinu var með nokkrum kostnaði
aukin lestraraðstaða og bætt, og munu tölur um lestrarsæti
birtar í næstu ársskýrslu. Bókbandi tímarita, einkum íslenzkra,
skilaði mjög vel áfram, eins og skýrsla sú mun greina. Er hér
færri framfara getið en ástæða væri til og enn síður rakið
hitt, hve mikil hamla það var, að Hbs. hafði eigi fleira af full-
menntuðu bókasafnsliði.
Hinn 6. júní 1966 skipaði menntamálaráðherra þriggja manna
nefnd, þar sem Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri var formaður
og meðnefndarmenn voru landsbókavörður og háskólabóka-
vörður, til að athuga frambúðarskipun á málum vísindalegra
bókasafna, þ. á m. um sameining Háskólabókasafns við Lands-
bókasafn. Síðsumars 1966 skilaði nefndin áliti, og var það aðal-
tillaga hennar til ráðuneytisins, að reisa yrði þeim tveim söfn-
um sameiginlegt hús og jafnskjótt að því búnu yrði fram-
kvæmdur meiri eða minni samruni þeirra í anda þál. frá 29.
maí 1957. Síðan segir í nál.: „Vér teljum, að lausn ... þoli enga
bið og marka verði nú þegar þá stefnu, sem fylgja skal næsta
aldarfjórðunginn að minnsta kosti.“ — Þann varnagla sló
nefndin, að synjun á aðaltillögu þessari hlyti samkvæmt öllum
aðdraganda málsins að fela í sér, að ríkið hefði þá siðferðilega
skyldu til að leysa húsnæðis- og bókaskortsvandkvæði hvors
safnsins sér í lagi, einnig án tafar.
Það kom þegar í ljós, óformlega, að ríkisstjórn væri efnislega
samþykk aðaltillögunni, en treystist eigi, fyrir þingrof 1967,
að ákveða framkvæmdina. Sökum þeirrar frestunar var mál þá
eigi lagt fyrir háskólaráð, en rektor og bókasafnsnefnd fylgd-
ust vel með ár frá ári, og til dæmis um akademískan stuðning
við aðaltillöguna má vitna til ályktunar Félags íslenzkra fræða