Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Qupperneq 124
122
Að því leyti sem nýmæli móta þessi lög Landsbókasafns,
virðast þau nógu föst og sveigjanleg umgerð nánari reglugerða
og framkvæmda, en að fenginni reynslu í framkvæmd og stjórn-
un munu bókaverðir hvetja til þess innan áratugs, að lagastaf-
ir verði óflóknari en ég hef nú lýst.
Síðan B.A.-kennsla í bókasafnsfræði hófst og fékk aðsetur
í Háskólabókasafni, var 1968 liðinn tugur ára. Þá var að lokn-
um fundi heimspekideildar 10. desember tjáð bókasafnsnefnd-
inni, en verður 1969 birt skjallega, að kennarastaða í bóka-
safnsfræði verði ein af þeim föstu lektorsstöðum, sem deildin
vill láta binda í áætlun, að stofnaðar skulu í H.l. á árunum
1972—75. Nefndin hafði stutt þá ósk og rökstutt.
En í millitíð, meðan eigi er lektor, munu stundakennarar í
greininni verða þrír, auk þeirrar ólaimuðu kennslu, sem reglu-
gerð ætlar háskólabókaverði. Auk Ólafs Hjartar B.A. og Einars
Sigurðssonar cand. mag., sem kennt hafa vetrum saman, bætt-
ist því við frá árslokum stundakennari í greininni, Kristín H.
Pétursdóttir M.A., bókavörður.
Um bókagjafir til Háskólabókasafns hefur skýrsla þess í ár-
bók oft verið vanger og gjarnan þeim mun fámálli sem fleiri
vetur liðu milli birtingar hennar og gjafarinnar. Aðfangabók
Hbs. geymir vitneskjuna, og margs var jafnótt getið í prent-
uðum ræðum rektora 1. vetrardag og í blaðatilkynningum. Úr
gjafalista 1968, sem var allmikill, ber þess fyrst og fremst að
geta, að Böðvar Kvaran, Ingólfur Davíðsson frá Hámundar-
stöðum, Sigríður Hallgrímsdóttir frá Grímsstöðum (ekkja Lúð-
vígs Guðmundssonar) og Skúli Thoroddsen (f. h. erfingja Guð-
mundar Thoroddsens prófessors) færðu hvert um sig Hbs.
merkan feng bóka, erfðan eftir nána vandamenn sína, flesta
víðlesna og þjóðkunna. Erfðagjöf líkrar tegundar var mikill
hluti af eftirlátnum bókum Gunnars Róbertssonar Hansens og
hafði um stund dvalizt í vörzlu Þjóðminjasafns. 1 eldri skýrslu
hefði átt að minnast þeirrar ræktar og hjálpsemi, sem nokkrir
Vestur-lslendingar hafa sýnt Hbs. með góðum bókasendingum
flest hin síðari ár, og skulu þó aðeins þrjú nefnd að sinni: dr.