Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 145
143
4. gr.
Stjórn stofnunarinnar ráðstafar tekjum hennar í samræmi við
2. gr. reglugerðar þessarar, en hvert fyrirtæki skal hafa sérreikning
í bókhaldi. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoð-
anda, sem stjómin ræður, að fengnum tillögum háskólaráðs. Endur-
skoðaðir reikningar skulu birtir árlega í Lögbirtingablaði og Stjórn-
artíðindum.
5. gr.
Formaður boðar til fundar í stjórn stofnunarinnar. Sérhver stjórn-
armanna getur krafizt fundar í stjórn. Fundir stjórnar eru löglegir,
ef fjórir stjórnarmenn sitja fund. Falli atkvæði jöfn, ræður atkvæði
formanns. Tveir stjórnarmenn geta skotið ágreiningsefni til úrskurð-
ar menntamálaráðherra.
6. gr.
Stjórn stofnunarinnar er heimilt að skipa sérstjómir eða nefndir
til að annast um einstök verkefni eða fyrirtæki hennar. Slíkar sér-
stjórnir eða nefndir skulu skipaðar minnst þremur mönnum, og skal
einn þeirra hið fæsta vera úr hópi háskólakennara. Stjómin setur
sérstjórnum og nefndum erindisbréf.
7. gr.
Starfsár og reikningsár stjórnar Félagsstofnunar stúdenta, sér-
stjóma og nefnda, miðast við almanaksár. Ár hvert skal stjómin
birta ársskýrslu um störf sín.
8. gr.
Um skyldur einstakra stúdenta við stofnunina vísast til reglu-
gerðar Háskóla Islands, og gildir skrásetningarskírteini einnig sem
meðlimsskírteini í Félagsstofnun stúdenta.
Aðeins handhöfum skrásetningarskírteina og starfsmönnum háskól-
ans eru heimil afnot af aðstöðu þeirri, sem félagsstofnunin ræður
yfir.
Agamál, sem upp kunna að koma á stúdentagörðum eða öðrum
heimkynnum, sem undir stofnunina heyra, sæta úrlausn háskólaráðs.
9. gr.
Félagsstofnun stúdenta tekur til starfa hinn 1. júní 1968. Fyrsta
starfsári stofnunarinnar lýkur 1. janúar 1969.
10. gr.
Reglugerð þessi er sett að fengnum tillögum háskólaráðs og Stú-