Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 146
144
dentaráðs Háskóla íslands með vísun til 6. gr. laga nr. 33 20. apríl
1968 og öðlast þegar gildi.
REGLUGERÐ nr. 39, 13. marz 1968
um breyting á reglugerð nr. 104/1966, um Raunvísinda-
stofnun Háskólans.
1. gr.
3. gr. IV. orðist svo:
Rannsóknarstofa í jarðvísindum.
StarfssviS: Jarðvísindi, þ. á m. jarðeðlisfræði, jarðfræði og jarð-
efnafræði, og rekstur jarðvísindalegra athugunarstöðva.
2. gr.
Reglugerðarbreyting þessi öðlast þegar gildi.
C. FÉLAGSSTOFNUN STÉDENTA.
LÖG nr. 33, 20. apríl 1968
um Félagsstofnun stúdenta við Háskóla Islands.
1. gr.
Við Háskóla íslands skal starfa Félagsstofnun stúdenta. Mennta-
málaráðuneyti, Háskóli íslands og allir skrásettir stúdentar innan
hans eiga aðild að stofnuninni, svo sem nánar segir í lögum þessum.
Stofnunin er sjálfseignarstofnun með sjálfstæðri fjárhagsábyrgð.
Eignir og skuldbindingar stúdentagarðanna og annarra fyrirtækja í
þágu stúdenta, sem rekin eru innan skólans nú, skulu að fengnu sam-
þykki háskólaráðs og stúdentaráðs hverfa undir hina nýju stofnun
frá þeim tíma og með þeim hætti, sem nánar er kveðið á um í reglu-
gerð samkvæmt 6. gr. laga þessara.
2. gr.
Stofnunin skal annast rekstur og bera ábyrgð á fyrirtækjum í
þágu stúdenta og beita sér fyrir eflingu þeirra samkvæmt því, sem
nánar er kveðið á um í reglugerð.
3. gr.
Stjórn stofnunarinnar skal skipuð fimm mönnum, einum tilnefnd-