Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 149
147
málaráðherra nefnd, sem í áttu sæti fulltrúi menntamálaráðuneytis-
ins, Árni Gunnarsson, fulltrúi fjármálaráðuneytisins, Steinar Berg
Björnsson, fulltrúi háskólaráðs, Jóhannes L. L. Helgason, og fulltrúi
stúdentaráðs, Björn Bjarnason. Lauk nefndin störfum upp úr miðj-
um febrúar og sendi álit sitt til menntamálaráðherra. Síðan flutti rík-
isstjórnin frumvarpið á Alþingi, er samþykkti það 16. apríl 1968.
Á starfsári ráðsins komu til framkvæmda nýjar reglur um úthlut-
un lána úr Lánasjóði íslenzkra námsmanna. Voru reglur þessar ítar-
lega ræddar á fundum ráðsins. Fulltrúi stúdentaráðs í stjóm lána-
sjóðsins var Jóhann Heiðar Jóhannsson, stud. med.
Unnið var að undirbúningi byggingar Félagsheimilis stúdenta.
Teikningar af því voru bornar undir ýmis félög stúdenta og þær sam-
þykktar af þeim. Unnið var að jarðvegsrannsóknum á fyrirhuguðum
byggingarstað. Skipuð var byggingarnefnd, sem í áttu sæti: Dr. Ragn-
ar Ingimarsson, verkfræðingur, formaður, Leifur Benediktsson, stud.
polyt., Loftur Þorsteinsson, prófessor, og Árni Vilhjálmsson, prófessor.
Jón Haraldsson, arkítekt, hafði gert teikningar þær, sem notaðar voru,
nokkrum árum áður.
Á sviði utanríkismála bar hæst samstarfið við Norðurlöndin, að-
ildin að International Student Conference og þátttakan í samstarfi
stúdenta í Evrópu. Voru fulltrúar sendir á fjölda funda. Sérstaklega
f jallaði utanríkisnefnd um hugsanleg tengsl International Student Con-
ference við Central Intelligence Agency.
Stúdentaráð efndi til námskynninga í menntaskólunum 21.—23.
marz 1968. Var það gert í samvinnu við Samband íslenzkra stúdenta
erlendis (SÍSE). Formaður nefndar þeirrar, sem annaðist námskynn-
ingarnar, var Edda Björnsdóttir, stud. med.
1 lok starfsársins var efnt til prófessorakönnunar. Var viðhorf stú-
denta í síðari hluta í íslenzkum fræðum til prófessora sinna kannað.
Kaffistofa stúdenta var rekin undir beinni stjórn stúdentaráðs. Bók-
sala stúdenta var rekin á sama hátt og áður. Valur Valsson, stud.
oecon., var fulltrúi stúdentaráðs í stjórn Æskulýössambands íslands.
Gylfi Knudsen, stud. jur., var ritstjóri Vettvangs stúdentaráös og
komu 3 tölublöð út á starfsárinu. Heilrœöákver fyrir nýstúdenta var
gefið út. Halldór Baldursson, stud. med., og Jóhann Heiðar Jóhanns-
son, stud. med., sátu í stjórn Stúdentagaröanna fyrir stúdentaráð. í
hótelstjórn voru kosnir: Ragnar Einarsson, stud. oecon., formaður,
Agnar Friðriksson, stud. oecon., og Ólafur Gústafsson, stud. jur. Fram-
kvæmdastjóri Hótel Garðs var Ingólfur Hjartarson, stud. jur.
Valur Valsson, stud. oecon., var fulltrúi stúdentaráðs í háskólaráöi,
varamaður hans var Ólafur Oddsson, stud. mag.
Ragnar Þór Magnússon, stud. oecon., veitti upplýsingaskrifstofu