Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 150
um skattamál forstöðu. Skattanefnd var skipuð til að gera breytingar
á skatteyðublöðum. Fríöinðxmefnd starfaði undir stjórn Björns Þor-
steinssonar, stud. philol. Ráðið úthlutaði úr stúdentaskiptasjóöi, og
var notazt við tölvu Háskólans við það verk. Agnar Friðriksson, stud.
oecon., átti sæti í nefnd til undirbúnings 1. desember 1968. Jón Krist-
jánsson, stud. jur., og Eiríkur Þormóðsson, stud. mag., sátu í ritnefnd
hátíöáblaðs í tilefni 50 ára afmælis fullveldisins.
Björn Bjarnason, stud. jur., gerði drög að nýjum lögum ráðsins og
voru þau samþykkt á starfsárinu. Öðluðust nýju lögin gildi 16. marz
1968.
Samstarf stúdentaráös og SÍSE hélt áfram að þróast á starfsárinu.
Samstarfsnefnd undir formennsku Þráins Þorvaldssonar, stud. oecon.,
undirbjó StúdentafAng, sem haldið var í fyrsta sinn dagana 2. og
3. september 1967 í hátíðasal háskólans. Þingið sóttu fulltrúar stú-
dentaráðs og SÍSE. Þingið sendi frá sér fjölmargar ályktanir um mál-
efni stúdenta og skipulag samstarfsmála. Forsetar þingsins voru Björn
Bjarnason, stud. jur., og Þorvaldur Búason, formaður SÍSE. Þingið
kaus stjórnarnefnd samstarfsmála og var Guðjón Magnússon, stud.
med., formaður hennar. Þá voru kosnar samstarfsnefndir í hagsmuna-
málum og menntamálum. Gefinn var út Vettvangur stúdentaþings, þar
sem birtar eru ályktanir þingsins og greint frá störfum þess. í lok
starfsársins fjallaði stúdentaráð um nýjar tillögur um samstarfs-
málin, sem formaður ráðsins lagði fram.
Fjárhagur ráðsins var allgóður á árinu. Tekjur voru mestar af
sölu stúdentaskírteina 177.800 krónur. Stærsti gjaldaliðurinn var skrif-
stofukostnaður 142.808,82 krónur. Niðurstöðutala rekstrarreiknings
var 344.730 krónur. Niðurstöðutala efnahagsreiknings var 352.958,77
krónur. Reikningsárið var frá 15. apríl 1967 til 15. apríl 1968.
Framkvœmdastjóri ráðsins var frá upphafi starfsársins til 15. marz
Birgir Ásgeirsson, stud. theol. Þá tók við Sjöfn Sigurðardóttir, sem
starfaði á skrifstofunni í réttan mánuð. 15. apríl réðst til starfa hjá
ráðinu Björg Sveinbjörnsdóttir. Stúdentaráð rak skrifstofu í Háskóla
íslands í samvinnu við SÍSE.
Starfsári stúdentaráðs lauk 15. apríl 1968.