Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Síða 151
149
STÖRF STÚDENTAFÉLAGS HÁSKÓLA ISLANDS
1967—1968.
FormaSur fclagsins, Jón Ögmundur ÞormóSsson, stud. jur.,
tók saman.
Stúdentafélag Háskóla íslands — SFHÍ — er elzta félag innan
Háskólans, stofnað 15. janúar 1915 undir nafninu Stúdentafélag Há-
skólans. Starfsemi félagsins var misjafnlega blómleg og hafði ná-
lega lagzt niður, þegar félagið var endurskipulagt 1966 og nafninu
breytt í núverandi horf. Eftir endurskipulagninguna hefur hlutverk
stúdentafélagsins verið að hafa forgöngu um félagsmál stúdenta og
efla áhuga þeirra og þekkingu á menningar- og þjóðfélagsmálum.
Hinn 14. október 1967 fóru öðru sinni fram kosningar til stjómar
hins endurskipulagða stúdentafélags. Urðu úrslit kosninganna þau,
að A-listi Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, hlaut 419 atkvæði
og 3 fulltrúa, en B-listi, borinn fram af 15 háskólastúdentum, hlaut
440 atkvæði og 4 fulltrúa. Hafði B-listinn því meirihluta í stjóm fé-
lagsins annað árið í röð.
Stjórn Stúdentafélags Háskóla Islands starfsárið 1967—1968 skip-
uðu Jón Ögmundur Þormóðsson, stud. jur., formaður, Ármann Sveins-
son, stud. jur., ritari, Unnur Pétursdóttir, stud. med., gjaldkeri, Krist-
ján Árnason, stud. philol., varaformaður, Reynir Tómas Geirsson, stud.
med., vararitari, Aðalsteinn Hallgrímsson, stud. polyt., varagjaldkeri,
og Georg Ólafsson, stud. oecon., meðstjórnandi. Hélt stjómin 35 fundi
á starfsárinu og kaus m. a. fjölmargar nefndir, bæði lögmæltar og
ólögmæltar, og sáu þær síðan um flesta hina fjölbreytilegu þætti fé-
lagsstarfsins undir umsjón stjórnar félagsins.
Verður nú gerð grein fyrir helztu þáttum í starfsemi félagsins, en
rúmið í árbókinni sníður efni greinarinnar mjög þröngan stakk. Er
sá meginháttur á hafður að lýsa starfi hverrar nefndar um sig.
Hátíöahöldin 1. desember 1967 fóru að miklu leyti fram samkvæmt
venju. Guðsþjónusta var í kapellunni um morguninn. Sigurður A.
Magnússon, ritstjóri, flutti aðalræðu dagsins á hátíðasamkomu í há-
tíðasalnum skömmu eftir hádegi um ísland á alþjóðavettvangi. Jónas
Árnason, alþingismaður, var aðalræðumaður á kvöldfagnaði á Hótel
Sögu, en meðal heiðursgesta þá voru forseti íslands, herra Ásgeir
Ásgeirsson, og biskupinn yfir Islandi, herra Sigurbjörn Einarsson.
Það nýmæli var upp tekið að gangast fyrir listkynningu síðdegis, þar
sem m. a. var frumflutt tónverkið Guðsbarnaljóð eftir Atla Heimi