Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Blaðsíða 152
150
Sveinsson við samnefnt ljóð Jóhannesar úr Kötlum. í Stúdentablaði
1. desember var aðalgreinin eftir Arnór Hannibalsson um ísland á
alþjóðavettvangi. Norskur stúdent, Helge Sönneland, fyrrverandi for-
maður Norsk Studentunion, var viðstaddur hátíðahöldin í boði félags-
ins, en Sverrir Tómasson, ritstjóri Stúdentablaðs, var síðan fulltrúi
félagsins við hátíðahöldin 17. maí 1968 í Noregi í boði Studenttinget.
Er hefð fyrir þessum stúdentaskiptum. Þegar fyrir 1. desember 1967
var hafinn undirbúningur að sem veglegustum hátíðahöldum 1. des-
ember 1968, en hinn aukni undirbúningur stúdenta leiddi auk margs
annars af sér útgáfu bókarinnar Mennt er máttur. Formaður hátíðar-
nefndar 1. desember var Helgi E. Helgason, stud. jur., en Jón Eiríks-
son, stud. jur., var ritstjóri Stúdentablaðs 1. desember.
Bókmennta- og listkynningamefnd ásamt 4 undirráðum gekkst
fyrir margháttaðri kynningarstarfsemi eða samtals 36 bókmennta-
og listkynningum. Af 6 bókmenntakynningum má sem dæmi nefna
kynningar á verkum Nóbelsverðlaunahafans 1967, Guatemalabúans
Asturias, og handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1968,
sem var Svíinn Per Olaf Sundman. Af 13 tónlistarkynningum, er
voru flestar haldnar í hátíðasalnum í samráði við Tónlistarnefnd Há-
skóla íslands, má nefna kynningar á Requiem eftir Verdi, Tristan og
Isolde eftir Wagner, War Requiem eftir Britten og Föðurland mitt
eftir Smetana. Af 3 leikhúsferðum má nefna ferð í Tjarnarbæ á Jakob
eða uppeldið eftir Ionesco. Af 4 myndlistarkynningum má nefna kynn-
ingu Bjöms Th. Björnssonar, listfræðings, á íslenzkri myndlist í máli
og sýningu litskyggna. Af 4 myndlistarsýningum í kaffistofu Háskól-
ans má nefna sýningu á svartlistarverkum Einars Hákonarsonar úr
Hrafnkötlu. Farið var og í Listasafn ríkisins, og Ásmundur Sveinsson
var sóttur heim. Gengizt var fyrir sýningu á kvikmyndum Þorgeirs
Þorgeirssonar í Háskólabíói. Þá voru 2 sameiginlegar bókmennta- og
listkynningar og 1 sameiginleg bókmennta- og leiklistarkynning. For-
maður bókmennta- og listkynningarnefndar var Gunnar Eydal, stud.
jur.
Fundanefnd gekkst fyrir 16 fundum í ýmiss konar formi auk fram-
boðsfundar. Haldnir voru 2 málfundir, ætlaðir stúdentum einum, þ. e.
um varnarmál íslands og Vietnamstyrjöldina. Þá voru haldnir 3 al-
mennir umræðufundir, opnir almenningi, og voru umræðuefnin ís-
land og markaðsbandalögin í Evrópu, Framhaldsmenntun á íslandi
og Endurskoðun stjórnarskrár. Meðal framsögumanna utan raða stú-
denta á þessum fundum voru dr. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamála-
ráðherra, Eysteinn Jónsson, alþingismaður, Jóhann S. Hannesson,
skólameistari á Laugarvatni, og prófessor Þór Vilhjálmsson. Haldin
var ráðstefna um ísland og þróunarríkin, og sendi hún frá sér álykt-