Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Síða 154
152
landi, Wales, Skotlandi, írlandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.
Auk þess var efnt til ferðar á Grænlandssýningu í Bogasal Þjóðminja-
safnsins undir leiðsögn Björns Þorsteinssonar, sagnfræðings, og ferð-
ar í Þjóðminjasafnið, þar sem dr. Kristján Eldjárn, þáverandi þjóð-
minjavörður, var leiðsögumaður. Formaður Þjóðabandalagsins var
Jón ögmundur Þormóðsson, stud. jur.
Stúdentafélagið kom og til leiðar með miklu undirbúningsstarfi
þennan vetur stofnun Stúdentaakademíu, skipaðri 13 stúdentum. Var
stofndagurinn nánar tiltekið 8. febrúar 1968. I mjög ítarlegri reglu-
gerð er m. a. sagt, að Stúdentaakademía skuli árlega veita heiðurs-
tákn, Stúdentastjörnuna, íslenzkum manni fyrir framúrskarandi starf
á sviði vísinda, mennta eða lista. Var Stúdentastjarnan veitt í fyrsta
sinn 1. desember 1968 — á fimmtugsafmæli hins íslenzka fullveldis
— prófessor Þorbirni Sigurgeirssyni, forstöðumanni Eðlisfræðistofu
Raunvísindastofnunar háskólans, fyrir framúrskarandi starf á sviði
raunvísinda, svo sem nánar er greint frá á heiðursskjali. Þorbjörn
Sigurgeirsson hélt síðan erindi í Norræna húsinu 5. desember. Nefnd-
ist erindið Eðlisfræðirannsóknir við Háskóla íslands. Allt það, sem
fór fram á fundi þessum, var hljóðritað, og gaf Stúdentaakademía
1968 í apríl 1969 út 44 bls. rit, hið fyrsta í röðinni. Var ritið sam-
nefnt erindinu og tileinkað íslenzkum raunvísindamönnum. Forseti
Stúdentaakademíu var Jón ögmundur Þormóðsson, stud. jur.
Stjórn félagsins sendi frá sér til opinberrar birtingar 4 ályktanir.
Voru þær um einræði í Grikklandi, flokksræði á íslandi, ráðstefnu
Atlanzhafsbandalagsríkja í húsakynnum Háskóla íslands og innrás
og aðra íhlutun í Tékkóslóvakíu. í þessu sambandi má og geta þess,
að stefnt var markvisst að því, að fréttastofnanir fengju sem gleggst-
ar upplýsingar um það, sem gerast mundi og gerzt hefði í félags-
starfinu. Þannig var t. d. venja að gera fréttaútdrætti úr því, sem
sagt var á almennum umræðufundum.
1 framhaldi af því, sem sagt hefur verið um ályktanir stjórnar fé-
lagsins, má m. a. nefna, að stúdentafélagið átti þátt í því, að háskóla-
ráð mótaði með ályktun nýja stefnu í útlánum húsakynna háskólans.
Lagt var kapp á að hafa sem mest og bezt samskipti við ýmsa að-
ila, t. d. innlend og erlend stúdentasamtök. Samskiptin við háskóla-
yfirvöld og þá sérstaklega prófessor Ármann Snævarr, háskólarektor,
reyndust ótvírætt framúrskarandi góð. Þannig náðist það m. a. við-
stöðulaust fram — að frambornum rökstuddum tilmælum forsvars-
manns félagsins til háskólarektors — að stúdentafélagið fengi að
halda í háskólanum samkomur, er opnar væru jafnt háskólastúdent-
um og öðrum.