Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1968, Page 155
153
Af hálfu stúdentafélagsins var bæði beint og óbeint lögð rík áherzla
á virkar baráttuaðferðir í ræðu og riti.
Um fjárhag félagsins er það að segja, að hann batnaði á árinu,
þótt ýmsir liðir í félagsstarfinu væru kostnaðarsamir.
Af ýmsum öðrum nýmælum en þeim, sem hafa þegar verið nefnd
hér að framan, má nefna, að brugðið var á það ráð að láta prenta
þakkarorð á fögur listaverkakort Ásgrímssafns. Voru um 70 þakkar-
kort með mynd af Svarfaðardal send þeim körlum og konum utan
raða stúdenta, er lagt höfðu félaginu ómetanlegt lið á starfsárinu,
oftast gegn litlum eða engum launum á veraldlegan mælikvarða —
með flutningi framsöguerinda á fundum, svo að dæmi sé nefnt.
Þess ber að lokum að geta, að á umræddu starfsári var mestallt,
sem markvert gerðist í starfsemi félagsins, ljósmyndað með mynda-
vél félagsins, er keypt hafði verið mjög snemma á starfsárinu. Er
starfsemi Stúdentafélags Háskóla íslands 1967—1968 lýst mjög ítar-
lega í máli og a. m. k. 250 myndum í 6 stórum myndaannálsbókum,
sem útbúnar hafa verið og fengnar viðtakandi félagsstjórn. Er þeim,
sem hafa áhuga á að kynna sér betur starfsemi félagsins umrætt
tímabil, góðfúslega bent á tilvist framangreindrar heimildar.
20